Frá jómfrúarferð sinni í ársbyrjun hefur kínverska skemmtiferðaskipið Adora Magic City farið í 34 siglingar og tekið á móti 160.000 ferðamönnum. Skipið er 323 metrar að lengd, vegur um 135 þúsund tonn og rúmar 5.246 farþega.

Skemmtiferðaskipið er það fyrsta sem er byggt í Kína og komu um þúsund kínverskir og erlendir sérfræðingar að framleiðslu skipsins.

Frá jómfrúarferð sinni í ársbyrjun hefur kínverska skemmtiferðaskipið Adora Magic City farið í 34 siglingar og tekið á móti 160.000 ferðamönnum. Skipið er 323 metrar að lengd, vegur um 135 þúsund tonn og rúmar 5.246 farþega.

Skemmtiferðaskipið er það fyrsta sem er byggt í Kína og komu um þúsund kínverskir og erlendir sérfræðingar að framleiðslu skipsins.

Þessi iðnaður í Kína er nú kallaður gyllti iðnaðurinn sem flýtur en Kína varð fimmta landið í heiminum til að hanna og byggja skemmtiferðaskip á þessum skala.

Á sunnudaginn lagði skipið af stað í fimm daga ferð og mun koma við á Jeju-eyju í Suður-Kóreu og síðan í borgina Sasebo í Japan.

Skipið var byggt af fyrirtækinu Shanghai Waigaoqian Shipbuilding, sem er að hluta til í eigu ríkisins, og var hannað af Fincantieri og CSSC Cruise Technology Development Co.

Á sunnudaginn lagði skipið af stað í fimm daga ferð til Suður-Kóreu og Japans.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Liu Hui, forstjóri CSSC Cruise Technology Development, segir að skemmtiferðaskip, sem hafa hingað til verið framleidd í evrópskum höfnum, séu ein af þremur perlum skipaframleiðslu. Hin tvö eru flugmóðurskip og gasflutningaskip.

Áður en verkefnið hófst voru stór skemmtiferðaskip einu hátækniskipin sem Kína hafði ekki náð að framleiða en iðnaðurinn virðist nú vera á leið upp og má búast við auknum umsvifum í framtíðinni.