Kínverjar hafa nýlega byggt 350 metra háan rúllustiga sem hjálpar ferðamönnum upp Tianyu-fjall í Zhejiang-héraði. Rúllustiginn kostaði rúmlega 300 milljónir króna og úðar meðal annars vatni á ferðamenn til að kæla þá niður.

Gestir stíga síðan af rúllustiganum í stuttri gönguleið frá toppi tindsins sem liggur í um 300 metra hæð.

Kínverjar hafa nýlega byggt 350 metra háan rúllustiga sem hjálpar ferðamönnum upp Tianyu-fjall í Zhejiang-héraði. Rúllustiginn kostaði rúmlega 300 milljónir króna og úðar meðal annars vatni á ferðamenn til að kæla þá niður.

Gestir stíga síðan af rúllustiganum í stuttri gönguleið frá toppi tindsins sem liggur í um 300 metra hæð.

Fyrir þá sem vilja ganga alla leið þá liggur rúmlega 50 mínútna, þriggja kílómetra langur hlykkjóttur vegur upp á topp fjallsins. Rúllustiginn tekur hins vegar ekki nema um 10 mínútur og kostar ein ferð tæpar 500 krónur.

Upprunalega stóð til að byggja togbraut fyrir kabalbíla en vegna takmarkaðrar flutningsgetu og mikillar öryggisáhættu var ákveðið að byggja rúllustiga í staðinn.

Margir hafa hæðst að rúllustiganum á samfélagsmiðlum og segja hann merki um leti í nútímasamfélagi. Aðrir segja hins vegar að hann sé frábær hugmynd fyrir eldra fólk og fólk með fötlun sem gæti annars vegar ekki klifrað upp fjöll til að njóta útsýnisins.