Rapparinn Ludacris, sem lék meðal annars í Fast & Furious-seríunni, hefur hafið samstarf við eitt frægasta krydd- og sósuvörumerki heims, Knorr. Tilgangur samstarfsins er að hvetja Bandaríkjamenn til að elda meira heima hjá sér.
Hinn 46 ára gamli rappari hefur nú endurgert gamalt rapplag frá 1991 og syngur hann nú ljúffenga sumarrétti sem fólk getur búið til heima hjá sér, eins og til dæmis sítrónukjúkling.
Í matreiðslu- og tónlistarmyndbandinu sýnir Ludacris hvers vegna það er betra og hollara að þeyta saman kjúklingakótilettum með sítrónupipar en að fá eitthvað sent heim að dyrum.
„Þessi matur er aldrei daufur í bragði, ég gerði hann frá grunni, ég gerði hann með eigin höndum,“ segir rapparinn í myndbandinu.
Gina Kiroff, framkvæmdastjóri markaðssviðs Knorr í Norður-Ameríku, segir þetta vera frábæra leið til að hvetja fólk til að elda heima hjá sér. „Remix er orðaleikur, við vildum gera heimagerðan mat eins eftirsóknarverðan og skyndibita eða heimsendan mat.“