Kraftajötuninn Isuzu D-MAX verður frumsýndur hjá BL á laugardag en þessi öflugi pallbíll er Íslendingum að góðu kunnur.
Þessi nýi Isuzu D-MAX er flottari en nokkru sinni fyrr. Nýtt útlit, mikil dráttargeta og mjög gott öryggi gera nýju útfærsluna af pallbílnum afar frambærilega á markaðnum.
Bíllinn er með öflugri 3 lítra dísilvél með forþjöppu og er eyðslan frá 8,3 lítrum á hundraðið. Togið er 450 Nm sem er ansi gott. Dráttargetan er 3,5 tonn og er hann búinn meiri aksturs- og öryggisbúnaði en áður.
Isuzu kom með D-MAX fyrst á markað árið 2002 og hefur bíllinn sannað notagildi sitt með góðri frammistöðu í bæjum og sveitum. Þetta er kraftmikil kerra sem getur tekist á við torfærur án þess að blikna.
Frumsýningin á nýjum Isuzu D-MAX verður hjá BL á laugardag klukkan 12-16.