Tölvuleikir á Netinu eru stór iðnaður í dag sem mun vaxa hröðum skrefum á næstu árum skv. skýrslu sem rannsóknafyrirtækið DFC Intelligence hefur sent frá sér. Þar kemur í ljós að á síðasta ári velti leikjaiðnaðurinn USD 3,4 milljörðum, en sérfræðingar fyrirtækisins vænta þess að þessi tala muni hafa tæplega fjórfaldast árið 2011 þegar hún verði komin í USD 13 milljarða.

Þessi upphæð mun að meginstofni samanstanda af áskriftartekjum, rafrænni dreifingu leikja og auglýsingatekjum tengdum spilun tölvuleikja. Vaxtarbrodda er að finna í aukinni útbreiðslu háhraða-tenginga, fjölgun einkatölva og því að sérhæfðar leikjatölvur bjóða nú almennt upp á net-tengingu.