Jón Arnar Sigurðsson er leikmaður Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Hann spilar oftast í hjarta varnarinnar en getur líka leyst stöðu miðjumanns. Jón Arnar er nýútskrifaður úr Hagaskóla en draumur hans er að spila í Manchester United.

Jón Arnar lék sinn fyrsta leik í efstu deild í ágústmánuði síðasta árs og varð þá þriðji yngsti leikmaður í sögunni til að spila í efstu deild. Þá varð hann einnig yngsti leikmaður KR frá upphafi og fjórði ættliðurinn í sinni fjölskyldu til að spila fyrir KR í deild þeirra bestu.

Jón Arnar eftir sigur í sínum riðli á Norðurálsmótinu árið 2013.
Jón Arnar eftir sigur í sínum riðli á Norðurálsmótinu árið 2013.

Hver er fyrsta minning þín um fótbolta?

Fyrsta fótboltaminningin mín er að fara á KR-leik með pabba, Sigurði Erni Jónssyni fyrrum leikmanni KR.

Ertu alinn upp við mikinn fótbolta?

Já ég er alinn upp við mikinn fótbolta. Pabbi lék yfir 100 leiki í efstu deild með KR og á 7 A – landsliðsleiki. Afi, Jón Már Ólason og langafi, Óli Björgvin Jónsson spiluðu líka með KR.

Hverjir eru styrkleikarnir þínir?

Ég er með góðan leikskilning og sendingar. Og er yfirvegaður, bæði á boltanum og sem einstaklingur.

Í hverju langar þig að bæta þig sem leikmaður og/eða einstaklingur?

Langar að verða hraðari.

Jón Arnar Sigurðsson leikmaður KR.
Jón Arnar Sigurðsson leikmaður KR.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Hvernig er rútínan þín á leikdegi?

Rútínan á leikdegi er að slaka bara á, drekka nóg af vatni og borða eggjabrauð um þremur klukkutímum fyrir leik. Tek svo alltaf léttan göngutúr eftir mat.

Hver er erfiðasti andstæðingur sem þú hefur mætt?

Theódór Elmar Bjarnason leikmaður KR á æfingum.

Hver er sætasti sigurinn?

Þegar við unnum Stjörnuna í úrslitaleik Bose - bikarsins í vetur. Bose – bikarinn er undirbúningsmót sem er haldið á undirbúningstímabilinu.

Hver eru markmiðin þín?

Einfaldlega að verða betri í öllu sem ég geri.

Hver er fyrirmyndin þín?

Pabbi gamli, Siggi Robo.

Jón Arnar horfir KR vinna Íslansmeistaratitilinn árið 2013.
Jón Arnar horfir KR vinna Íslansmeistaratitilinn árið 2013.

Hvert er draumaliðið þitt?

Manchester United.

Áttu skemmtilega sögu úr fótboltaferð?

Já, þegar ég fór til Póllands með meistaraflokki KR síðasta sumar til að spila Evrópuleik á móti Pogon Szczecin. Daginn fyrir leik var bara ein æfing fyrir hádegi svo ég, Ægir Jarl, Beitir og Atli Sigurjóns fórum að rölta um miðbæinn. Við enduðum á því að leigja bát þar sem Ægir spurði mig hvort ég þurfti björgunarvesti. En þá voru tveir mánuðir síðan ég útskrifaðist úr skólasundi svo ég sagðist ekki þurfa það.

Ungur Jón Arnar í leik með KR.
Ungur Jón Arnar í leik með KR.

Hvað gerir þú á hvíldardegi?

Ég geri bókstaflega ekkert á hvíldardegi.

Skemmtileg staðreynd um þig?

Mér finnst gaman að syngja. Ég sökka í því en það er gaman.

Tölfræði

  • Fæðingarár: 2007
  • Félag: KR
  • Staða: Varnarmaður
  • Fyrsti leikur í meistaraflokki: KR – Kórdrengir, 11.mars 2022 – 14 ára og 312 daga gamall.
  • Leikir í meistaraflokki: 3
  • Mörk í meistaraflokki: 0
  • Landsleikir: U-17 leikir: 7, U-16 leikir: 3
  • Landsliðsmörk: 0

Tölfræði til og með 19. júní 2023.

Viðtöl við alla knattspyrnuleikmennina má lesa í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út þann 30. júní.