Karl Ágúst Karlsson er 16 ára HK-ingur sem er samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024. Hann er nýútskrifaður úr Vatnsendakóla í Kópavogi og var aðeins 14 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki.
Markmiðin hans eru að komast út í atvinnumennsku og vinna Champions League. Fyrirmynd Karls Ágústar hans er, að hans eigin sögn, flottasti maður allra tíma, Cristiano Ronaldo.

Hver er fyrsta fótbolta minningin þín?
Þegar ég var alltaf að spila á mótum með eldri bróður mínum, Brynjari Huga, því það vantaði alltaf leikmenn í liðið.
Ertu alinn upp við mikinn fótbolta?
Neibb, enginn sem hefur verið að æfa fótbolta nema eldri bróðir minn.
Hverjir eru styrkleikarnir þínir?
Er snöggur og góður á boltanum.
Í hverju langar þig að bæta þig sem leikmaður og/eða einstaklingur?
Í skotum og verða sterkari.
Hvernig er rútínan þín á leikdegi?
Bara vakna á góðum tíma, borða hollt yfir daginn og slaka á.
Hver er erfiðasti andstæðingur sem þú hefur mætt?
Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og yfir 100 leikja A - landsliðsmaður.

© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Hver er sætasti sigurinn?
Þegar ég vann Booztbar-mótið í 5.flokki. Það var fallegur sigur.
Hver eru markmiðin þín?
Að komast í atvinnumennsku og vinna deildina sem ég mun spila í. Og svo vinna Champions League.
Hver er fyrirmyndin þín?
Sá flottasti maður allra tíma, CR7.
Hvert er draumaliðið þitt?
Væri til í að spila fyrir Manchester United.
Áttu skemmtilega sögu úr fótboltaferð?
Já þegar ég fór með 2. flokki HK til London í apríl í fyrra að keppa á móti. Við enduðum í 4. sæti og kepptum meðal annars á móti Hull City.

Hvað gerir þú á hvíldardegi?
Slaka á og horfa á Prison Break.
Skemmtileg staðreynd um þig?
Ég gæti ekki lifað í viku einn.
Tölfræði
- Fæðingarár: 2007
- Félag: HK
- Staða: Kantmaður
- Fyrsti leikur í meistaraflokki: HK – ÍBV, 12.febrúar 2022 – 14 ára og 278 daga gamall.
- Leikir í meistaraflokki: 19
- Mörk í meistaraflokki: 0
- Landsleikir: U-17 leikir: 4 , U-16 leikir: 5
- Landsliðsmörk: U-16 mörk: 2
Tölfræði til og með 19. júní.
Viðtöl við alla knattspyrnuleikmennina má lesa í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út fyrir helgi.