Karl Ágúst Karlsson er 16 ára HK-ingur sem er samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024. Hann er nýútskrifaður úr Vatnsendakóla í Kópavogi og var aðeins 14 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki.
Markmiðin hans eru að komast út í atvinnumennsku og vinna Champions League. Fyrirmynd Karls Ágústar hans er, að hans eigin sögn, flottasti maður allra tíma, Cristiano Ronaldo.
![Karl Ágúst eftir sigur á N1 mótinu á Akureyri.](http://vb.overcastcdn.com/images/125182.width-800.jpg)
Hver er fyrsta fótbolta minningin þín?
Þegar ég var alltaf að spila á mótum með eldri bróður mínum, Brynjari Huga, því það vantaði alltaf leikmenn í liðið.
Ertu alinn upp við mikinn fótbolta?
Neibb, enginn sem hefur verið að æfa fótbolta nema eldri bróðir minn.
Hverjir eru styrkleikarnir þínir?
Er snöggur og góður á boltanum.
Í hverju langar þig að bæta þig sem leikmaður og/eða einstaklingur?
Í skotum og verða sterkari.
Hvernig er rútínan þín á leikdegi?
Bara vakna á góðum tíma, borða hollt yfir daginn og slaka á.
Hver er erfiðasti andstæðingur sem þú hefur mætt?
Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og yfir 100 leikja A - landsliðsmaður.
![Karl Ágúst Karlsson leikmaður HK.](http://vb.overcastcdn.com/images/124824.width-800.jpg)
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Hver er sætasti sigurinn?
Þegar ég vann Booztbar-mótið í 5.flokki. Það var fallegur sigur.
Hver eru markmiðin þín?
Að komast í atvinnumennsku og vinna deildina sem ég mun spila í. Og svo vinna Champions League.
Hver er fyrirmyndin þín?
Sá flottasti maður allra tíma, CR7.
Hvert er draumaliðið þitt?
Væri til í að spila fyrir Manchester United.
Áttu skemmtilega sögu úr fótboltaferð?
Já þegar ég fór með 2. flokki HK til London í apríl í fyrra að keppa á móti. Við enduðum í 4. sæti og kepptum meðal annars á móti Hull City.
![](http://vb.overcastcdn.com/images/124804.width-800.jpg)
Hvað gerir þú á hvíldardegi?
Slaka á og horfa á Prison Break.
Skemmtileg staðreynd um þig?
Ég gæti ekki lifað í viku einn.
Tölfræði
- Fæðingarár: 2007
- Félag: HK
- Staða: Kantmaður
- Fyrsti leikur í meistaraflokki: HK – ÍBV, 12.febrúar 2022 – 14 ára og 278 daga gamall.
- Leikir í meistaraflokki: 19
- Mörk í meistaraflokki: 0
- Landsleikir: U-17 leikir: 4 , U-16 leikir: 5
- Landsliðsmörk: U-16 mörk: 2
Tölfræði til og með 19. júní.
Viðtöl við alla knattspyrnuleikmennina má lesa í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út fyrir helgi.