Margrét Brynja Kristinsdóttir er samningsbundin uppeldisfélaginu sínu Breiðabliki út tímabilið 2023. Hún hún leikur nú á láni hjá Fimleikafélagi Hafnafjarðar. Hún spilar á miðjunni, stundar nám í Fjölbrautaskóla Garðabæjar, er þríburi og var einungis nýorðin 14 ára þegar hún spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki.
Fótboltaferill Margrétar hófst þegar hún var átta ára en þá flutti hún heim frá Svíþjóð með fjölskyldu sinni þar sem hún hafði búið frá eins árs aldri.

Hver er fyrsta fótboltaminningin þín?
Þegar ég flutti til Íslands og mætti á mína fyrstu fótboltaæfingu með Breiðablik.
Ég bjó í Lundi í Svíþjóð frá eins árs aldri til átta ára aldurs þar sem pabbi minn, Kristinn Örn Sverrisson var í læknanámi.
Ertu alin upp við mikinn fótbolta?
Já, það er frekar mikill áhugi hjá fjölskyldunni minni. Öll systkinin mín æfðu fótbolta og foreldrar mínir hafa alltaf sýnt mikinn stuðning og áhuga.
Hverjir eru styrkleikarnir þínir?
Tæknigeta og halda í boltann.
Í hverju langar þig að bæta þig sem leikmaður og/eða einstaklingur?
Geta framkvæmt hluti á vellinum hraðar.
Hvernig er rútínan þín á leikdegi?
Legg mig oftast fyrir leik og borða síðan góða máltið þremur tímum fyrir leikinn.
Hver er erfiðasti andstæðingur sem þú hefur mætt?
Rosenborg í undankeppni meistaradeildarinnar í fyrra, kom inn á þegar 30 mínútur voru eftir.

© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Hver er sætasti sigurinn?
Þegar við sigruðum Serbíu í undankeppni EM U-17 2021.
Hver eru markmiðin þín?
Að komast í atvinnumensku og spila með A - landsliðinu.
Hver er fyrirmyndin þín?
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern Munich og íslenska landsliðsins.
Hvert er draumaliðið þitt?
Barcelona.
Áttu skemmtilega sögu úr fótboltaferð?
Þegar ég týndi vegabréfinu mínu í London á leiðinni til Albaníu með landsliðinu. Ég tafði allt liðið en það fannst svo í sætisvasanum í flugvélinni, sem betur fer.
Hvað gerir þú á hvíldardegi?
Er oftast með vinkonum mínum þegar ég þarf ekki að læra.
Skemmtileg staðreynd um þig?
Er þríburi. Ein eftir í fótbolta
Tölfræði
- Fæðingarár: 2006
- Félag: Breiðablik, á láni í FH
- Staða: Miðjumaður
- Fyrsti leikur í meistaraflokki: Keflavík – Augnablik (spilaði með Augnablik), 2.júlí 2020 – 14 ára og 59 daga gömul.
- Leikir í meistaraflokki: 45
- Mörk í meistaraflokki: 9
- Landsleikir: U-17 leikir: 13, U-16 leikir: 8
- Landsliðsmörk: U-17 mörk: 6, U-16 mörk: 2
Tölfræði til og með 19. júní.
Viðtöl við alla knattspyrnuleikmennina má lesa í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út fyrir helgi.