Fótboltalandslið Sádi Arabíu hefur komið öllum að óvörum á Heimsmeistaramótinu sem nú fer fram í Katar, en liðið sigraði Argentínu síðastliðinn þriðjudag 2-1.

Leikmenn liðsins munu nú fá Rolls Royce Phantom bifreið að launum frá krónprinsinum Mohammed bin Salman, að því er kemur fram í grein Malay Mail.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem konungsfjölskyldan í Sádi Arabíu verðlaunar fótboltaleikmönnum með Rolls Royce. Framherjinn Saeed Al-Owairan fékk slíka bifreið að launum þegar hann skoraði eitt fallegasta mark í sögu HM gegn Belgum árið 1994.