Leikkonan Alyson Hannigan, sem er þekktust fyrir að leika Lily Aldrin í gamanþáttunum How I Met Your Mother, og eiginmaður hennar Alexis Denisof hafa sett húsið sitt í Encino hverfinu í Los Angeles til sölu á 18 milljónir dala eða sem nemur 2,4 milljörðum króna.
Hjónin keyptu fasteignina, sem er 1,3 hektarar að stærð, árið 2016 fyrir 7,95 milljónir dala. Aðalhúsið á lóðinni inniheldur þrjú svefnherbergi. Auk þess er að finna gestahús með einu svefnherbergi, skrifstofu sem er tengd bílskúri sem rúmar þrjá bíla og aðskilda líkamsræktarstöð. Í garðinum er boccia völlur, tennisvöll og sundlaug.
Encino er auðugt hverfi í San Fernando dalnum. Ásett verð fasteigna var að meðaltali 1,8 milljónir dala í apríl eða um 237 milljónir króna, sem er 36% hækkun frá sama mánuði í fyrra.
Myndir af eigninni má finna í frétt Wall Street Journal.
Actress Alyson Hannigan and her husband, Alexis Denisof, are listing their roughly 3.25-acre Los Angeles property for $18 million https://t.co/x4gKGt9trk
— The Wall Street Journal (@WSJ) June 25, 2022