Veitingastaðurinn Noma í Kaupmannahöfn, sem státar af 3 Michelin-stjörnum, mun loka í núverandi mynd í lok næsta árs.

Rene Redzepi, stofnandi staðarins, tilkynnti þetta í blaðaviðtali í vikunni. Sagði hann staðinn einfaldlega ekki bera sig m.a. vegna aukins launakostnaðar.

Þykir þetta athyglisvert í ljósi þess að gestir staðarins borga að meðaltali um 110 þúsund krónur fyrir máltíðina með vínpörun.

Stef ir Redzepi að því að breyta staðnum í tilraunaeldhús og opna hann fyrir gestum þegar hann hefur fengið nógu góðar hugmyndir að nýjum réttum.