Það er erfitt að halda tölunni á náttúruböðum landsins, slíkur er fjöldinn orðinn. Það er þó ekki til að kvarta yfir.

Að gera sér ferð út úr bænum, hvort sem það er til að gera vel við sig í eina kvöldstund eða til að slappa af á löngu ferðalagi er alltaf jafn gaman.

Náttúruböðin eru hluti af ferðaplönum margra enda mjög notalegt að vera í íslenskri náttúrunni, laus við allt áreiti og leyfa sér bara að vera.

Það er erfitt að halda tölunni á náttúruböðum landsins, slíkur er fjöldinn orðinn. Það er þó ekki til að kvarta yfir.

Að gera sér ferð út úr bænum, hvort sem það er til að gera vel við sig í eina kvöldstund eða til að slappa af á löngu ferðalagi er alltaf jafn gaman.

Náttúruböðin eru hluti af ferðaplönum margra enda mjög notalegt að vera í íslenskri náttúrunni, laus við allt áreiti og leyfa sér bara að vera.

Hvammsvík sjóböð – Þjónustuhús af gamlaskólanum

Í Hvammsvík í Hvalfirði eru sjóböð sem opnuðu í júlí fyrir tæpu ári síðan. Böðin samanstanda af átta misheitum laugum en sýnilegur fjöldi lauganna er þó mismunandi þar sem neðstu laugarnar birtast og hverfa til skiptis eftir því hvort það sé flóð eða fjara.

Þjónustuhúsið er byggt á gömlum braggargrunni frá stríðsárunum, einum af mörgum sem leynast í Hvammsvíkinni. Húsið er hlýlegt og hrátt og umhverfið í kring mjög friðsælt.

Það er 10 ára aldurstakmark ofan í böðin.

Umfjöllun um öll lónin má finna í blaðinu Eftir vinnu sem kom út fyrir helgi. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.