Margrét, fyrrverandi drottning Danmerkur, varð 85 ára í dag, þann 16. apríl og hélt upp á afmælið með fjölskyldu sinni í Fredensborgarhöll á Norður-Sjálandi. Þetta var annað afmæli hennar eftir að hún lét af embætti í janúar 2024, að loknum 52 árum sem þjóðhöfðingi Dana.

Danska konungsfjölskyldan.
© EPA-EFE (EPA-EFE)

Í tilefni dagsins voru birtar nýjar opinberar ljósmyndir af Margréti með hundinum sínum, Tilliu, teknar við höllina. Þá lék hljómsveit Konunglega lífvarðaliðsins í hallargarðinum og heiðraði hana með tónlistarflutningi.

Margrét sagði sjálf af sér embætti og varð þar með fyrsti danski þjóðhöfðinginn í nærri níu aldir til að stíga til hliðar af eigin frumkvæði. Hún greindi frá ákvörðun sinni í áramótaávarpi árið 2023 og vísaði þar meðal annars til bakskurðaðgerðar sem hún hafði gengist undir fyrr á árinu. Sonur hennar, Friðrik X, tók þá við sem konungur og eiginkona hans, María drottning, varð þá drottning Danmerkur.

Þrátt fyrir að hafa látið af embætti sinnir Margrét enn ýmsum verkefnum fyrir danska konungshúsið og nýtur mikillar virðingar meðal Dana.