Ekkja spilavítis-mógúlsins Sheldon Adelson, Miriam, hefur ákveðið að kaupa meirihluta hlut í NBA liðinu Dallas Mavericks af athafnamanninum Mark Cuban, samkvæmt heimildum The Wall Street Journal.
Marc Stein íþróttablaðamaður The New York Times greindi nýverið frá því að stjórn Las Vegas Sands Corporation hafi heimilað Miriam Adelson, ekkju Sheldon, að selja hlutabréf í fyrirtækinu fyrir tvo milljarða Bandaríkjadali „til þess að kaupa meirihlutaeign í íþróttaliði.“ Fór orðrómur af stað að liðið sem Adelson vildi væri Dallas Mavericks.
Samkvæmt íþróttablaðamönnum vestanhafs er kaupverðið sagt í kringum 3,5 milljarða dali sem samsvarar rúmlega 480 milljörðum króna. Cuban keypti liðið fyrir 285 milljónir dala árið 2000.
Samningurinn er sagður einstakur að því leyti að Mark Cuban mun halda fullri stjórn yfir liðinu þrátt fyrir að vera orðinn minnihlutaeigandi.
Hafa lengi viljað spilavíti í Texas
Sheldon Adelson, sem lést árið 2021, hagnaðist á spilavítum í Las Vegas en hann skildi eftir sig 30 milljarða dala auð sem ekkja hans Miriam stýrir nú. Adelson fjölskyldan hefur í gegnum tíðina verið einn stærsti fjárhagslegi styrktaraðili Repúblikanaflokksins.
Styrktu þau hjónin forsetaframboð Donald Trump um 20 milljónir Bandaríkjadali árið 2016.
Las Vegas Sands hefur í gegnum árin barist fyrir því að fá að opna spilavíti í Texas án árangurs.
Sources: Mark Cuban is selling a majority stake of the Dallas Mavericks to Miriam Adelson and casino tycoon Adelson family for valuation in range of $3.5 billion. In one of most unique setups in NBA history, Cuban keeps shares in team and full control of basketball operations. pic.twitter.com/9iTqZvoGX1
— Shams Charania (@ShamsCharania) November 28, 2023