Ekkja spila­vítis-mó­gúlsins Sheldon Adel­son, Miriam, hefur ákveðið að kaupa meiri­hluta hlut í NBA liðinu Dallas Ma­vericks af at­hafna­manninum Mark Cu­ban, sam­kvæmt heimildum The Wall Street Journal.

Marc Stein íþróttablaðamaður The New York Times greindi nýverið frá því að stjórn Las Vegas Sands Cor­por­ation hafi heimilað Miriam Adel­son, ekkju Sheldon, að selja hluta­bréf í fyrir­tækinu fyrir tvo milljarða Banda­ríkja­dali „til þess að kaupa meiri­hluta­eign í í­þrótta­liði.“ Fór orðrómur af stað að liðið sem Adelson vildi væri Dallas Mavericks.

Sam­kvæmt í­þrótta­blaða­mönnum vestan­hafs er kaup­verðið sagt í kringum 3,5 milljarða dali sem sam­svarar rúm­lega 480 milljörðum króna. Cu­ban keypti liðið fyrir 285 milljónir dala árið 2000.

Samningurinn er sagður ein­stakur að því leyti að Mark Cu­ban mun halda fullri stjórn yfir liðinu þrátt fyrir að vera orðinn minni­hluta­eig­andi.

Hafa lengi viljað spilavíti í Texas

Sheldon Adel­son, sem lést árið 2021, hagnaðist á spila­vítum í Las Vegas en hann skildi eftir sig 30 milljarða dala auð sem ekkja hans Miriam stýrir nú. Adel­son fjöl­skyldan hefur í gegnum tíðina verið einn stærsti fjár­hags­legi styrktar­aðili Repúblikana­flokksins.

Trump heiðrar Miriam með frelsisorðu árið 2018.
Trump heiðrar Miriam með frelsisorðu árið 2018.
© epa (epa)

Styrktu þau hjónin for­seta­fram­boð Donald Trump um 20 milljónir Banda­ríkja­dali árið 2016.

Las Vegas Sands hefur í gegnum árin barist fyrir því að fá að opna spila­víti í Texas án árangurs.