„Það er mitt mat að sala fólksbíla til einstaklinga og fyrirtækja muni smám saman taka við sér á komandi mánuðum og ég geri ráð fyrir að næsta ár geti orðið nokkuð öflugt bílasöluár.  Forsendur á Íslandi eru um margt mjög góðar og þegar vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefst, samhliða lækkun verðbólgu, þá gefur það góðan tón inn í framhaldið,“ segir Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju.

Bílablað Viðskiptablaðsins leitaðist eftir viðbrögðum frá sjö forstjórum á bílamarkaði en hægt er að lesa viðbrögð hinna sex hér.

„Það er mitt mat að sala fólksbíla til einstaklinga og fyrirtækja muni smám saman taka við sér á komandi mánuðum og ég geri ráð fyrir að næsta ár geti orðið nokkuð öflugt bílasöluár.  Forsendur á Íslandi eru um margt mjög góðar og þegar vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefst, samhliða lækkun verðbólgu, þá gefur það góðan tón inn í framhaldið,“ segir Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju.

Bílablað Viðskiptablaðsins leitaðist eftir viðbrögðum frá sjö forstjórum á bílamarkaði en hægt er að lesa viðbrögð hinna sex hér.

„Stjórnvöld hafa hins vegar ekki staðið sig nógu vel í fyrirsjáanleika í umgjörð fyrir orkuskiptin í samgöngum með því að vera stöðugt að hræra í skattaumhverfinu. Dæmi um það eru tengiltvinnbílarnir sem eru frábær kostur fyrir bílaleigur og marga einstaklinga.  Góðir tengiltvinnbílar með yfir 70-90 kílómetra í raundrægni eru fullkominn kostur fyrir  bílaleigur, og um leið eru það bílar sem einstaklingar vilja fá inn á endursölumarkaðinn. Það eru þeir  bílar sem bílaleigurnar vilja kaupa og við ættum að beina þeim þangað á meðan við byggjum upp enn betri hleðsluinnviði um landið.  Það er óraunhæft að ætla að ferðamenn leigi sér hreina rafbíla fyrir ferðalög um Ísland á meðan þeir geta ekki treyst á hleðslu hvar sem er á landinu auk þess að greiðslumöguleikar þvælast fyrir. Í raun þyrfti að vera tengi á nánast hvert hótelherbergi þannig að ferðamaður geti alltaf hlaðið á áningarstað og svo bætt inn á bílinn á hraðhleðslu þegar það hentar. Bara mjög svipað og við gerum sjálf sem eiga rafbíla,“ segir Jón Trausti ennfremur.

„Í ár sé ég að hlutfall rafbíla í sölu til bílaleigu er rétt um 3% á sama tíma og bílaleigur erumeð tæplega 50% af nýskráningum á bílamarkaðinum. 70% af skráðum bílaleigubílum í ár eru bensín- eða díselbílar. Á þessum hraða verða engin orkuskipti í samgöngum.“

Bílar, sérblað Viðskiptablaðsins, kom út í gær. Áskrifendur geta lesið viðtölin við forstjóra bílaumboðanna hér. Einnig geta áskrifendur lesið blaðið í heild sinni á vefnum.