Gististöðum fjölgar stöðugt í Marrakess en algengustu tegundirnar eru tvær. Lúxushótel, oftar en ekki í jaðri borgarinnar, hluti af þekktri keðju með fullri þjónustu. Og Riad, eða riyad, sem er fjölskylduhús sem oftast eru í nálægð miðbæjarins. Mörg slík hús hafa verið sameinuð í stærri gistiheimili þar sem er að finna sundlaug, veitingastað, bar og heilsulind, sem nefnist hammam.

Gististöðum fjölgar stöðugt í Marrakess en algengustu tegundirnar eru tvær. Lúxushótel, oftar en ekki í jaðri borgarinnar, hluti af þekktri keðju með fullri þjónustu. Og Riad, eða riyad, sem er fjölskylduhús sem oftast eru í nálægð miðbæjarins. Mörg slík hús hafa verið sameinuð í stærri gistiheimili þar sem er að finna sundlaug, veitingastað, bar og heilsulind, sem nefnist hammam.

La Mamounia - Griðastaðurinn

Mamounia er þekktasta og eitt dýrasta hótel borgarinnar og fagnar 100 ára afmæli í ár. Hótelinu er gríðarlega vel við haldið og standa endurbætur yfir nú í sumar.

Herbergin eru stór og notaleg og er sérstaklega gaman að snúa út í hótelgarðinn, sem er mjög stór og gróðursæll.

Það er sérstakur andi á hótelinu, uppfullur af sögu og þekktum einstaklingum. Þjóðhöfðingjar eru áberandi meðal þeirra. Hótelið var griðastaður, eins og hótelið heitir á íslenskunni, Winston Churchill einn vetur. Charles de Gaulle Frakklandsforseti var tíður gestur þar, Franklin D. Roosevelt kom þangað minnst einu sinni sem og Nelson Mandela forseti Suður-Afríku, Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og og Helmut Kohl kanslari Þýskalands.

Franski tískukóngurinn Yves Saint Laurent dvaldi langdvölum á hótelinu áður en hann keypti sér villu í borginni. Bítlarnir komu þangað og Paul McCarteny samdi lagið Mamunia þegar hann dvaldi á hótelinu.

Margir veitingastaðir og barir eru á hótelinu. Svíta og bar eru nefnd til heiðurs Churchill. Tveir veitingastaðanna eru með Michelin stjörnur. Ef mönnum finnst full dýrt að gista á hótelinu er þó rétt og vert er að mæla sérstaklega með drykk á Bar Italien.

Umfjöllun um fleiri dvalarstaðið í Marrakess er að finna í blaðinu Eftir vinnu sem kom út í gær. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.