Þjóðarsjóður Barein er á barmi þess að ná fullu eignarhaldi á breska fyrirtækinu McLaren Group. Sky News greinir frá því að Mumtalakat, þjóðarsjóður Persaflóaríkisins, sé að semja við þá minnihlutaeigendur sem eftir eru.
Heimildarmaður segir við fréttamiðilinn að búast megi við tilkynningu um samkomulag síðar í vikunni en samningurinn myndi gera Barein að eina hluthafa í Formúlu 1 liðinu.
McLaren Racing, deildin sem sér um F1 kappakstursliðið, hefur þegar selt hluta af liðinu til erlendra fjárfesta. Samningurinn sýnir hins vegar áframhaldandi stuðning Mumtalakat í að byggja upp langtímasamstarf við félagið.
Bankamenn hafa í mörg ár talað um þann möguleikann á að skrá fyrirtækið til að auka fjármögnun en ýmsar áskoranir hafa komið í veg fyrir það.
McLaren var einnig meðal þeirra fyrirtækja sem neyddist til að endurskipuleggja á meðan á heimsfaraldri stóð og var hundruðum starfsmanna sagt upp. Það sótti meðal annars um ríkislán en var neitað af ráðherrum Bretlands.
Liðið hefur alls unnið 180 Grand Prix-keppnir, þrjár Indianapolis 500-keppnir og sigraði einnig í sinni fyrstu Le Mans 24 Hours-keppni.