Bílaumboðið Akja frumsýnir á morgun Mercedes-AMG GT 63 2-door E-Performance, einn öflugasta sportbíl sem hefur komið til landsins og sá fyrsti sinnar tegundar, að því er segir í tilkynningu.

Viðburðurinn er opinn almenningi og boðið verður upp á sportlega stemningu og alvöru afköst í Öskju, á laugardag milli kl. 12-16.

Bíllinn skilar samanlagt 816 hestöflum með samspili V8 vélar og plug-in hybrid kerfis, þróað í anda Formúlu 1 tækni. Þessi samsetning skilar bílnum úr kyrrstöðu í 100 km/klst á einungis 2,8 sekúndum. Auk GT 63 verða til sýnis fleiri sérvaldir AMG bílar, þar á meðal:

  • Mercedes-AMG GLE 53
  • Mercedes-AMG CLE 53
  • Mercedes-AMG G 63
  • Mercedes-AMG EQE 43 SUV
  • Mercedes-AMG EQE 53

„Við höfum verið að taka eftir auknum áhuga á AMG vörumerkinu þá sérstaklega þeim sem koma í Plug-in hybrid úfærslum og stefnir í að þetta ár verði metár í afhendingum á slíkum bílum, GT 63 E-Performance er þó bíll sem fólk verður að sjá. Þetta er ekki bara bíll, þetta er upplifun. Við hlökkum til að taka á móti fólki og sýna því hvað það er sem AMG stendur fyrir,“ segir Ágúst Hallvarðsson, sölustjóri Mercedes-Benz á Íslandi.