Mercedes Benz sýndi teikningar af nýjum lúxusbát sem framleiddur verður undir merkjum þýska bílaframleiðandans á bátasýningunni í Mónakó sem lauk í dag.
Báturinn kemur á markað á næsta ári. Mercedes Benz framleiðir hann í samstarfi við Silver Arrows Marine í Bretlandi.
Talsmenn Mercedes Benz segja að báturinn verði "Silfurör hafsins" og vísa þar kappakstursbíla sinna. Báturinn verður 14 metrar á lengd. Er hann hugsaður sem fjölnot tól, bæði vatnabátur en einnig verður hægt að gista í honum.
Lúxusinn verður í samræmi við það besta sem Mercedes Benz hefur upp á að bjóða.
Ekki í fyrsta sinn sem bílaframleiðandinn framleiðir bát
Gottlieb Daimler, annar stofnenda Daimler Benz (síðar Daimler) hannaði 4,5 metra mótorbát árið 1886. Þetta var fyrsti bensínknúni báturinn í heiminum og nefndist Neckar, í höfuðið á ánni sem rennur í gengum Stuttgart. Báturinn var aðalframleiðsluvara Daimler í nokkur ár.
Vélin var svo framúrstefnuleg á þessum árum, að kaupendur óttuðust að hún myndi springa þannig að Daimler setti keramik lok yfir hana og kallaði hana olíurafmagnsvél.
Teikningar af bátnum
Ekki hefur verið gerð frumgerð af bátnum enn.
Útlitið er mjög framúrstefnulegt.
Dagur.
Nótt.