Fasteignamarkaðurinn iðaði af lífi árið 2024. Hér eru mest lesnu híbýlafréttir ársins í sætum 6 til 10.
6. Safnar íbúðum í Skuggahverfinu
Sigurður Gísli Pálmason, annar eigenda móðurfélags IKEA á Íslandi, festi kaup á tveimur íbúðum að Vatnsstíg 16-18 í miðbæ Reykjavíkur fyrir alls 373 milljónir króna. Fyrir átti hann eina íbúð í húsinu.
7. Jón og Hafdís kaupa einbýli við sjávarsíðuna
Hjónin Jón Jónsson tónlistarmaður og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir stækkuðu við sig á Seltjarnarnesi á árinu.
8. Baldvin og Þóra kaupa húsið af Haraldi og Ragnhildi
Baldvin Þorsteinsson og Þóra Kristín Pálsdóttir keyptu 302 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi af Haraldi Þórðarsyni og Ragnhildi Ágústsdóttur.
9. Ingi Freyr og Sigrún keyptu raðhús í Vesturbæ á yfirverði
Kaupverð tæplega 300 fermetra raðhússins nam 218 milljónum króna en ásett verð var 209,9 milljónir.
10. Ægir Már og Belinda kaupa í Mosó fyrir 220 milljónir
Hjónin Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi, og Belinda Chenery sjúkraþjálfari, festu kaup á einbýlishúsi að Stórakrika 53 í Mosfellsbæ. Kaupverðið nam 220 milljónum króna en uppsett verð var 229 milljónir króna.