Fasteignamarkaðurinn iðaði af lífi árið 2024. Hér eru mest lesnu híbýlafréttir ársins í sætum 1 til 5.
1. Sumarhús selt fyrir 700 milljónir
Erlendur auðmaður keypti 371 fermetra sumarhús í Kiðjabergi en kaupsamningur var undirritaður í byrjun september.
2. Inga Lind seldi húsið á 850 milljónir
Inga Lind Karlsdóttir, einn eigenda framleiðslufyrirtækisins Skot productions, seldi 760 fermetra einbýlishús sitt að Mávanesi 17 í Garðabæ á 850 milljónir króna. Kaupendurnir voru Hannes Hilmarsson, einn af stærstu eigendum Air Atlanta, og eiginkona hans Guðrún Þráinsdóttir. Um er að ræða dýrasta einbýlishús sem selst hefur hér á landi.
3. Keyptu einbýli að Einimel á 370 milljónir
Jóhann Ingi Kristjánsson og Inga Rósa Guðmundsdóttir festu kaup á 397 fermetra einbýlishúsi að Einimel í Vesturbæ Reykjavíkur.
4. Guðný og Pétur keyptu einbýli á 335 milljónir
Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, og Pétur Rúnar Pétursson, flugstjóri hjá Icelandair, keyptu 294 fermetra einbýlishús í Garðabæ.
5. Björgólfur selur höllina til sendiráðs Japans
Sendiráð Japans keypti einbýlishús að Vesturbrún 22 af Björgólfi Guðmundssyni á 540 milljónir króna.