Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu Eftir vinnu fréttir fyrir árið 2023. Hér er nokkrar af vinsælustu fréttum ársins.
6. Jólaveislur fyrirtækja að deyja út
Þar sem mörg bandarísk fyrirtæki hafa orðið fyrir barðinu á verðbólgu og vaxtahækkunum hafa þau tekið upp á því ráði að leita annarra leiða til að skemmta sér yfir hátíðirnar.
7. Myndir: Marel 40 ára
Marel fagnaði 40 ára afmæli á þessu ári en á þeim tíma hefur Marel breyst úr litlu íslensku sprotafyrirtæki, sem sinnti innlendum sjávarútvegi, í hátæknifyrirtæki, sem er leiðandi á alþjóðavísu í þjónustu við ört stækkandi kjúklinga-, kjöt- og fiskiðnað.
8. Gina Tricot opnar á Íslandi
Sænska tískufatakeðjan Gina Tricot opnaði sína fyrstu verslun á Íslandi þann 24. nóvember sl. Gina Tricot rekur um 150 verslanir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi og er nú Ísland með í hópnum.
9. „Ísland bjargaði lífi mínu“
Maria Jimenez Pacifico, eigandi Mijita, flutti til Íslands frá Kólumbíu þegar hún var aðeins 13 ára gömul. Hún var meðal þeirra sem mættu til að elda fyrir gesti Götubitahátíðarinnar í Hljómskálagarðinum og segir tilganginn með Mijita vera að byggja menningarbrú á milli Íslands og Kólumbíu
10. Sólarvörn er ekki það sama og sólarvörn
Ólíkar og misgóðar gerðir eru til af sólarvörnum en ef sólarvörnin er breiðvirk þá ertu í góðum málum. Varnirnar innihalda ýmist efnasíur eða steinefnasíur.