Áður en árið 2022 er endanlega kvatt er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu fréttir Eftir vinnu á árinu. Hér eru þær fimm sem mest voru lesnar:
1. Grenadier á götum Reykjavíkur
Nýi Ineos Grenadier jeppinn hefur sést á götum Reykjavíkur að undanförnu. Jeppinn hefur verið sagður vera hinn eiginlegi arftaki Land Rover Defender.
2. Pósthús mathöll opnar á föstudaginn
Átta veitingastaði og einn bar er að finna í nýju mathöllinni í gamla Pósthúsinu sem opnaði þann 18. nóvember síðastliðinn.
3. Stór og stæðilegur lúxusjeppi
Blaðamaður tók rafdrifna lúxusjeppann Hongqi E-HS9 í reynsluakstur síðasta haust.
4. 17 milljarða snekkja Ratcliffe við Reykjavíkurhöfn
Snekkjan Sherpa, sem er í eigu Jim Ratcliffe, stóð við Reykjavíkurhöfn í september síðastliðnum. Snekkjan, sem var byggð árið 2018, er metinn á um 120 milljónir dala, eða sem nemur 17 milljörðum króna.
5. THE ROOF opnar
THE ROOF, þakbarinn á lúxushótelinu The Reykjavik Edition, opnaði í sumar.