Áður en árið 2022 er endanlega kvatt er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu fréttir Eftir vinnu á árinu. Hér að neðan eru fimm fréttir Eftir vinnu sem voru í hópi þeirra vinsælustu í fyrra.
6. Mathöllin Vera í Grósku opnar í dag
Mathöllin Vera í Grósku hugmyndhúsi í Vatnsmýrinni, opnar í ágúst síðastliðnum. Forsvarsmenn verkefnisins og eigendur eru Björn Bragi Arnarsson og Hafsteinn Júlíusson en þeir unnu áður saman að Borg29 mathöllinni í Borgartúni.
7. Taktu nótu: Messinn
Viðskiptablaðið byrjaði með veitingarýni í haust. Fyrsti staðurinn sem var tekinn fyrir var Messinn en hann er hvorki staður fyrir þá sem eru áhættusæknir né þá sem lifa fyrir hið óvænta í lífsins ólgusjó að mati Veitingarýnis.
8. Taktu nótu: 108 Matur
Veitingastaðurinn 108 Matur í Fákafeni var einnig tekinn fyrir. Veitingarýnir segir 108 Mat vera staðinn fyrir þá sem vilja tengja sig við raunhagkerfið í hádeginu án þess þó að fara í bólakaf með heimsókn á stað á borð við Kænuna í Hafnarfirði
9. Nýr sjö manna lúxusrafjeppi
Rrafdrifni lúxusjeppinn Hongqi E-HS9 var frumsýndur hjá BL í október. Premium og Exclusive útgáfur bílsins hafa 99 kWh raflöðu, 551 hestafla rafmótor og er drægni beggja þeirra 465 km.
10. Taktu nótu: Burger King á Tene
Veitingarýnir lét ekki vanta að fjalla um einn helgasta samkomustað landans að Þingvöllum undanskildum.