Max er nýjasta viðbótin við atvinnubílalínu Toyota og stærsta útgáfan af sendibílnum. Þangað voru bílablaðamenn boðaðir til að reynsluaka bílnum. Auk þess voru nýjar uppfærslur af Proace og Proace City sendibílunum kynntar og prófaðar.

Max er stór og stæðilegur sendibíll. Hann er raunar sendibíllinn sem Toyota hefur vantað inn í atvinnubílalínuna hjá sér. Fyrir eru millistærðarbíllinn Proace og hinn netti og snaggaralegi Proace City sem nánar er fjallað um á næstu opnu en þeir voru einnig kynntir í nýjum útfærslum í Haag.

Frumsýning á Max eru stór tíðindi fyrir Toyota Professional eða atvinnubíladeild japanska bílaframleiðandans. Ekki eru þetta síður stórar fréttir fyrir íslenska markaðinn og Toyota fyrirtækjalausnir munu gleðjast ákaflega þegar Max mætir í Kauptúnið á nýju ári.

Kraftmikið útlit

Hönnunin er vel heppnuð og útlitið er kraftmikið og flott á þessum nýja sendibíl sem er með augljós ættartengsl við Toyota og minni bræður sína í Proace flotanum. Innréttingin er snjöll og hægt er að velja um tvö eða þrjú sæti frammí. Ökumannsrýmið er þægilegt og notendavænt. 10 tommu TFT upplýsingaskjárinn birtir allar helstu upplýsingar um aksturinn. Á stýrinu eru hnappar sem auðvelda ökumanni ýmislegt eins og að taka símtal án þess að taka hendurnar af stýrinu. Það eru margar hentugar geymslulausnir í bílnum. Í hurðum er hægt að geyma sólgleraugu, nestið, vinnuskjöl o.fl. Í læstu hólfi í mælaborðinu er svo hægt að geyma mikilvæg skjöl, fartölvu eða farsíma.

Proace Max er fáanlegur í þremur mismunandi lengdum og hæðum.

Rafmagns- og dísilútfærslur í boði

Ég prófaði Proace Max sem kemur bæði í rafmagnsútfærslu og sem dísilbíl. Rafmagnsútgáfan Max er aflmikil og 110 kW rafhlaðan skilar 270 hestöflum. Hámarkstogið er 410 Nm. Aflið er því býsna gott á rafbílnum. Áætluð drægni Proace Max er 420 km samkvæmt WLTP staðli. Tvær dísilútfærslur eru einnig í boði, báðar með 2,2 lítra vélum sem skila frá 140 til 180 hestöflum. Þannig fæst bíllinn bæði með beinskiptingu og sjálfskiptingu. Eldsneytiseyðsla er frá 7,5 l/100 km. Koltvísýringslosunin er frá 198 g/km

Það er nóg pláss í Max. Stærsti sendibíllinn í línunni er með mikla flutningsgetu eða allt að 17 m3 sem er 2.172 mm hátt og 4.070 mm langur.

Mjúkur og lipur miðað við stærð

Aksturseiginleikar á báðum þessum gerðum Max voru mjög góðir. Max liggur vel á veginum og er ótrúlega mjúkur og lipur í akstri fyrir svo stóran bíl. Ekið var í bæjum og sveitum nálægt Haag og meðfram ströndinni sem er falleg aksturleið. Það sem rafbíllinn hefur að sjálfsögðu fram yfir er að upptakið er sneggra og aflið meira. Þá er hljóðlaus akstur og án útblásturs. Dísilvélin malar aðeins eins og gefur að skilja en aflið er mjög fínt þar líka. Bíllinn er búinn skriðstillingu með brekkuaðstoð (HAC) sem aðstoðar ökumann við erfið skilyrði. Hægt er að velja á milli snjóeða sandstillingar eða stillingu sem hentar fyrir allt undirlag. Þetta er mikill kostur og getur komið sér vel við íslenskar aðstæður ekki síst að vetrarlagi þar sem allra veðra er von.

Fáanlegur í þremur stærðum

Vinnuaðstaðan aftur í flutningsrýminu er mjög þægileg. Proace Max er fáanlegur í þremur mismunandi lengdum og hæðum. Það er nóg pláss í Max. Stærsti sendibíllinn í línunni er með mikla flutningsgetu eða allt að 17 m3 sem er 2.172 mm hátt og 4.070 mm langt. Þá er bíllinn með 3.000 kg dráttargetu í dísilútfærslu en rafbíllinn er með 2.400 kg dráttargetu. Eins og áður segir er þetta stærðarflokkur sem Toyota hefur vantað í sendibílalínuna sína og líklegt verður að teljast að Max eigi eftir að verða vinsæll á Íslandi. Hann hefur alla burði til þess.

Ökumannsrýmið er þægilegt og notendavænt.

Proace MAX

» Aflgjafi: 110 kW rafhlaða

» Hestöfl: 270

» Hámarkstog: 410 Nm

» Drægni: 420 km

» Verð: Ekki ákveðið.

» Umboð: Toyota Ísland