Honum er ætlað að ná vinsældum á þeim markaði sem er hvað vinsælastur í bílasölu í dag en það eru litlir SUV eða svokallað ir Crossover bílar. Hinn nýi LBX hefur þegar fengið rós í hnappa gatið en hann var verðlaunað ur sem Besti bíllinn hjá breska bílatímaritinu What Car?  Lexus LBX, eins og aðrir í stærðarflokknum, er ætlað ur yngri kaupendahópi sem vill nú hærri bíla en áður bæði hvað varðar betra aðgengi og útsýni.

Má þar nefna Toyota Yaris Cross, Audi Q2, Mini Countryman og fleiri bíla sem etja harðri samkeppni um hylli kaupenda og sérstaklega þeirra yngri sem hafa jafnvel ekki litið á Lexus sem valmöguleika fyrr en nú. Lexus er því að ná til yngri og nýrra evrópskra kaupenda með þessum nýja bíl og verður afar fróðlegt að sjá hvernig þeim tekst til.

Fyrir eru RX, NX og UX í sportjeppaflóru bílaframleið andans og nú mætir sem sagt minnsti fjölskyldumeðlimurinn til leiks. Bíllinn er vel búinn og laglega hannaður sem kemur ekki á óvart enda hefur Lexus lagt mikinn metnað í hann eins og aðra bíla sína.

Honum er ætlað að ná vinsældum á þeim markaði sem er hvað vinsælastur í bílasölu í dag en það eru litlir SUV eða svokallað ir Crossover bílar. Hinn nýi LBX hefur þegar fengið rós í hnappa gatið en hann var verðlaunað ur sem Besti bíllinn hjá breska bílatímaritinu What Car?  Lexus LBX, eins og aðrir í stærðarflokknum, er ætlað ur yngri kaupendahópi sem vill nú hærri bíla en áður bæði hvað varðar betra aðgengi og útsýni.

Má þar nefna Toyota Yaris Cross, Audi Q2, Mini Countryman og fleiri bíla sem etja harðri samkeppni um hylli kaupenda og sérstaklega þeirra yngri sem hafa jafnvel ekki litið á Lexus sem valmöguleika fyrr en nú. Lexus er því að ná til yngri og nýrra evrópskra kaupenda með þessum nýja bíl og verður afar fróðlegt að sjá hvernig þeim tekst til.

Fyrir eru RX, NX og UX í sportjeppaflóru bílaframleið andans og nú mætir sem sagt minnsti fjölskyldumeðlimurinn til leiks. Bíllinn er vel búinn og laglega hannaður sem kemur ekki á óvart enda hefur Lexus lagt mikinn metnað í hann eins og aðra bíla sína.

Straumlínulögunin tryggir mjúkt loftstreymi yfir og umhverfis bílinn.

Snældulaga grillið brotið upp

Eftirtektarverðasta hönnunar breytingin á LBX er nýtt útlit að framan sem brýtur upp snældulaga grillið, einkennismerki Lexus síðasta áratugar, og leiðir bílamerkið inn í nýja tíma. 

Rammalaust grillið myndar línurnar í snældulaga yfirbyggingu LBX-bílsins og stuðlar að sterku og kraft miklu útliti. Straumlínulögun in tryggir mjúkt loftstreymi yfir og umhverfis bílinn. Hin nýja hönnun aðalljósanna skapar sterk sjónræn áhrif með tvívirkum innbyggðum dag- og stefnuljósum.

Með þessu nýja fyrirkomulagi hefur einkennandi L-lögun ljósanna verið breytt til að vísa út frekar en inn á við til að passa við stefnu hvors stefnuljóss. Afturhluti bílsins hefur einnig sterka útgeislun. Núm eraplatan hefur verið færð niður á stuðarann, þannig nýtur LEXUS-áritunin á afturhleran um sín enn betur.

Númeraplatan hefur verið færð niður á stuðarann, þannig nýtur LEXUS-áritunin á afturhleranum sín enn betur.
Númeraplatan hefur verið færð niður á stuðarann, þannig nýtur LEXUS-áritunin á afturhleranum sín enn betur.

Á sama hátt hefur nýjasta þróunin á ein kennandi L-laga ljósastiku Lexus meiri sjónræn áhrif þar sem stefnuljósin og bakkljósin hafa látlausa nærveru þegar slökkt er á þeim. Lágstæð vélarhlífin, listar sem falla vel að yfirbyggingunni, þakvindskeið að aftan og ná kvæm hönnun ljósasamstæðn anna draga úr loftmótstöðu og auka sparneytni, stöðugleika og viðbragðsflýti LBX-bílsins. Við litaval að utan má velja milli skærra litatóna og „sonic“-áferð ar Lexus með djúpum gljáa. LBX Emotion- og LBX Cool-útgáfurn ar er hægt að fá með tvílituðu lakki þar sem hvaða litur sem er kallast á við svart þak.

Einfalt og fágað innanrými

Innanrými LBX er einfalt og fágað með sléttu mælaborði og áberandi miðstokki. Mik il gæði og næmi fyrir smá atriðum koma fram í vali á áklæðum og klæðningum. Auk hágæða hálf-anilínleðurs má einnig fá grænkeravænt innanrými þar sem notað er gervileður og -efni fyrir sætis áklæði og stýri, gírstöng og hurðarklæðningar. LBX-bíll inn er einnig með nýjar kola litaðar Tsuyusami-klæðningar, búnar til með nýrri marglaga f ilmutækni sem gefur mjög fallega og djúpa áferð. Lýsingin eykur enn á Omotenas hi-áhrifin og tekur vel á móti jafnt bílstjóra og farþegum.

Innanrýmið  er einfalt en  klassískt
Innanrýmið er einfalt en klassískt

Lýsingin leggur áherslu á mismunandi hluta farþega rýmisins og býður upp á 50 litavalkosti sem flokkast í ákveðin þemu til að kalla fram mismunandi stemningu. Ökumannsrýmið er útfærsla á Tazuna-hugmynd Lexus, sem kom fyrst fram í millistóra NX-jeppanum.

Helstu stjórnhnappar ásamt upplýs ingagjöf eru næst ökumannin um. Til að tryggja umfangsmikið og gott útsýni er hönnun lárétta mælaborðsins bæði hrein og einföld. Mælaborðið rennur inn í hurðarbyrðið báðum megin og umvefur þannig bæði öku mann og farþega í framsæti. Til að tryggja gott útsýni fyrir alla sitja aftursætin örlítið hærra en framsætin.

Góðir aksturseiginleikar

LBX er byggður á TNGA-B grunni Toyota sem einnig er notaður fyrir Toyota Yar is Cross. LBX er með tvinn vél og 1,5 lítra Hybrid vélin skilar 136 hestöflum sem er alveg þokkalegt fyrir þenn an stærðarflokk. Hröðunin úr kyrrstöðu í hundraðið er 9,2 sekúndur. Eyðslan er 5,3 lítrar á hundraðið samkvæmt upp lýsingum frá framleiðanda og CO2 losun er 120 g/km.  LBX kemur í sjö útfærslum og skemmtilegum litasamsentingum sem vekja athygli og skemmtileg hughrif. 

Ég fékk LBX í svokallaðri Relax útfærslu í reynsluakstrinum. Sá bíll er fjórhjóladrifinn og með Premium pakka til viðbótar og er bíllinn þá kominn í hátt í 9 milljónir króna í verði. Verðið á LBX er annars frá 6.890.000 kr. Bíllinn hefur prýðilega aksturseiginleika og ökumaður f innur lúxuseiginleikana í bíln um. Þótt þetta sé minnsti Lexus inn stendur hann vel fyrir sínu.

Hann er þéttur og stýringin er góð. Það er gott pláss fyrir ökumann og farþega frammí og sætin eru mjög góð. Afturí þrengir hins vegar aðeins að farþegum og þá sérstaklega hvað varðar fótapláss. Farangursrým ið er þokkalega rúmgott eða allt að 332 lítrar.

Bíllinn er vel búinn aksturs- og öryggiskerfum. Hann er m.a. með þriðju kynslóð af Lexus Safety System+ kerfinu sem er ökumanni innan handar og fylgist stöðugt með veginum framundan. Kerfið lætur vita af hættum og grípur til aðgerða þegar þess er þörf.

Lexus LBX

» Aflgjafi: 1,5 litra Hybrid vél

» Hestöfl: 136

» Hröðun 0-100: 9,2 sek

» Eyðsla: 5,3 l/100 km

» CO2 losun: 120 g/km

» Verð: Frá 6.890.000 kr

» Umboð: Lexus í Kauptúni

Fjallað var um málið í sérblaðinu Bílar, sem fylgdi Viðskiptablaðinu.