Musso er nafn sem íslenskt jeppaáhugafólk þekkir vel en hann var einn mest seldi jeppinn á Íslandi í kringum aldamótin. Bílabúð Benna frumsýndi um helgina nýja útgáfu þessa þekkta bíls sem ber nú nafnið Musso Grand.
Pallbíllinn er framleiddur af KGM sem er nýtt nafn á hinum framleiðanda SsangYong en hann var fyrir skemmstu keyptur af kóreska risafyrirtækinu KG Group.
Musso var löngum þekktur fyrir að bjóða uppá mikið fyrir peninginn og er nýja útgáfan engin eftirbátur þegar kemur að því. Nýja útfærslan er búinn öflugri dísel vél sem skilar 202 hestöflum og allt að 441 Nm togi og er með læsanlegum millikassa og háu og lágu drifi.
Þá kemur Musso Grand með fimm punkta gormafjöðrun að aftan sem eykur stöðuleika og bætir akstureiginleika á ójöfnum vegum. Mögulegt er að fá blaðfjöðrun í staðinn, fyrir þá sem vilja meiri burðargetu, en hámarksburðargeta er 1.025 kg og dráttargeta er allt að 3.500 kg. Tvær pallalengdir eru boði, 130 cm og 161 cm sem er þá nokkuð lengri en aðrir Pallbílar í þessum flokki