SFF dagurinn árið 2025 fór fram um miðja síðustu viku á Grand Hótel Reykjavík í salnum Háteig undir yfirskriftinni Breyttur heimur. Þar var leitast við að svara spurningum á borð við: Hvert er hlutverk fjármálageirans á tímum vaxandi óróleika í alþjóðamálum? Hvaða afleiðingar mun þessi óróleiki hafa á fjármálastarfsemi sem er á sama tíma að ganga í gegnum fjártæknibyltingu? Hvert stefnir Evrópa í þessum efnum og hvaða þýðingu hefur það fyrir Ísland?

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka og formaður SFF, hélt opnunarerindi. Dr. Gerdis Marquardt, hagfræðingur hjá Copenhagen Economics, Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka, Gísli Óttarsson, framkvæmdastjóri varúðareftirlits Seðlabanka Íslands og Magni R. Sigurðsson, fagstjóri hjá CERT-IS, héldu hver sitt erindið. Að lokum tóku svo við pallborðsumræður þar sem Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, spurði Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI og stjórnarformann Kviku banka, og Snorra Jakobsson, hagfræðing og eiganda Jakobsson Capital, spjörunum úr.

Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF, stýrði SFF deginum af festu og einurð.
© Haraldur G. Thors (Haraldur G. Thors)
Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fylgdust vandlega með gangi mála.
© Haraldur G. Thors (Haraldur G. Thors)
Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion banka, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.
© Haraldur G. Thors (Haraldur G. Thors)
Sigríður Margrét Oddsdóttir lagði rækilega við hlustir á meðan fundarhöldum stóð en hún er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, nágranna Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu í Húsi atvinnulífsins.
© Haraldur G. Thors (Haraldur G. Thors)
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Snorri Jakobsson, eigandi Jakobsson Capital voru í pallborðsumræðum sem Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, stýrði.
© Haraldur G. Thors (Haraldur G. Thors)
Feðgarnir Ingvar Haraldsson, greininga- og samskiptastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, og Haraldur Gunnarsson, viðskiptastjóri fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka, brostu sínu blíðasta að vel heppnuðum fundi loknum.
© Haraldur G. Thors (Haraldur G. Thors)
Þetta var ekki fyrsti fundur sem Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI og stjórnarformaður Kviku banka, sitja saman um ævina og að öllum líkindum ekki sá síðasti heldur.
© Haraldur G. Thors (Haraldur G. Thors)
Lárus Welding, rekstrarstjóri Stoða. Degi áður en SFF dagurinn fór fram höfðu Stoðir tilkynnt hluthöfum sínum á aðalfundi að stefnt væri á skráningu félagsins á markað innan árs.
© Haraldur G. Thors (Haraldur G. Thors)
Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka, lék við hvurn sinn fingur. Forskrift erindis hans var Evrópa á eigin fótum.
© Haraldur G. Thors (Haraldur G. Thors)