LeiðtogaAuða, sem starfar innan FKA, fagnaði 25 ára afmæli í ferð til Lissabon með vinnustofu sem var gerð í samstarfi við Sendiráð Íslands í París og EEA Grants. Hátt í fjörutíu konur úr hópi LeiðtogaAuðar komu saman á viðburðinn.

Hildur Árnadóttir, stjórnarkona og ráðgjafi hélt erindi um stofnun og sögu LeiðtogaAuða.
© Joao Jose Bica (Joao Jose Bica)

Sögu LeiðtogaAuðar má rekja til átaksins „Auður í krafti kvenna“ sem hófst 2000 en markmið verkefnisins var að auka þátttöku kvenna í atvinnusköpun og efla konur í áhrifastöðum í íslensku atvinnulífi.

Ein af áherslunum í átakinu var að efla konur í áhrifastöðum í íslensku atvinnulífi og var það gert með námskeiðum á Mývatni, í kjölfar þeirra höfðu konur myndað sterk tengsl sín á milli sem þær vildu áfram að rækta.

Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnarformaður Festu miðstöð um sjálfbærni og stjórnarkona í Bláa lóninu flutti erindi undir yfirskriftinni „Fjárfestum til áhrifa!“
© Joao Jose Bica (Joao Jose Bica)

Dagskráin í Lissabon hófst með vinnustofu þar sem kynnt voru frumkvöðlaverkefni sem styrkt eru af EES-styrkjum. EEA Grants eru sameiginlegt framlag ríkja Evrópska efnahagssvæðisins (EES) til að styðja við félagslega og efnahagslega samheldni í Evrópu, með sérstaka áherslu á jafnrétti, nýsköpun og sjálfbærni.

Sunna Einarsdóttir, meðeigandi hjá Deloitte tók saman í lok málstofunnar lærdóm sinn og deildi með hópnum.
© Joao Jose Bica (Joao Jose Bica)

Maria Mineiro, forstöðumaður samhæfingar og tengsla hjá EEA Grants í Portúgal, Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, fyrrum framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði, og Elfa Björg Aradóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Borealis Data Center, buðu hópinn velkominn með og opnuðu daginn með umræðu um mikilvægi alþjóðlegs samstarfs í þágu jafnréttis og sjálfbærrar þróunar.

Snædís Ögn Flosadóttir, forstöðumaður á mörkuðum Arion banka, flutti erindið „Vertu með – konum fjárfestum!“
© Joao Jose Bica (Joao Jose Bica)

Hildur Árnadóttir, stjórnarkona og ráðgjafi, hélt erindi um stofnun og sögu LeiðtogaAuða þar sem hún minnti á mikilvægi fyrirmynda og sérstaklega fyrrverandi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, sem með störfum sínum hafði áhrif á huga og vonir ungs fólks og sýndi í verki að konur geta leitt á öllum sviðum.

Maria Mineiro, forstöðumaður samhæfingar og tengsla hjá EEA Grants í Portúgal bauð hópinn velkominn bauð hópinn velkomin og fjallaði um mikilvægi alþjóðlegs samstarfs í þágu jafnréttis og sjálfbærrar þróunar.
© Joao Jose Bica (Joao Jose Bica)

Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnarformaður Festu miðstöð um sjálfbærni og stjórnarkona í Bláa lóninu, flutti erindi undir yfirskriftinni „Fjárfestum til áhrifa!“ Þar hvatti hún konur til að nýta áhrif sín með meðvituðum fjárfestingum sem styðja við samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni.

LeiðtogaAuðar og portúgalskar konur sem héldu erindi, ásamt aðilum sem héldu utan um málstofuna.
© Joao Jose Bica (Joao Jose Bica)

Snædís Ögn Flosadóttir, forstöðumaður á mörkuðum Arion banka, flutti erindið „Vertu með – konum fjárfestum!“ þar sem hún kynnti átaksverkefni Arion banka sem hefur það að markmiði að efla konur á sviði fjármála og fjárfestinga.