Einingarverksmiðjan fagnaði þrjátíu ára afmæli í ár með opnunn nýrrar verksmiðju.
Ný háþróuð verksmiðja var formlega opnuð á fimmtudaginn í síðustu viku að Koparhellu í Hafnarfirði.
Ljósmynd: Aðsend mynd
Deila
Einingaverksmiðjan var stofnuð árið 1994 en fyrirtækið sérhæfir sig í forsteyptum einingum til húsbygginga og rekur einu einingaverksmiðjuna á höfuðborgarsvæðinu.
Í lok árs 2022 flutti Einingaverksmiðjan frá Höfða að Koparhellu í Hafnarfirði og var ný háþróuð verksmiðja formlega opnuð á fimmtudaginn í síðustu viku, á þrjátíu ára afmæli fyrirtækisins.
Einingaverksmiðjan var stofnuð árið 1994 en fyrirtækið sérhæfir sig í forsteyptum einingum til húsbygginga og rekur einu einingaverksmiðjuna á höfuðborgarsvæðinu.
Í lok árs 2022 flutti Einingaverksmiðjan frá Höfða að Koparhellu í Hafnarfirði og var ný háþróuð verksmiðja formlega opnuð á fimmtudaginn í síðustu viku, á þrjátíu ára afmæli fyrirtækisins.
„Við erum með okkar eigin steypustöð inni í verksmiðjunni, sem er um sex þúsund fermetrar. Þarna inni erum við til dæmis með rúmlega 20 framleiðsluborð, sum borð eru allt að 90 metra löng og sumar vörurnar vel yfir 20 tonn,“ sagði Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Eningaverksmiðjunnar, í viðtali við Viðskiptablaðið á dögunum
„Þetta er allt frá því að vera sökklar í það að vera undirgöng eða hús eða þess háttar, öll mannvirki bara. Allt sem á að steypa getum við steypt. Það er mottóið okkar að skapa hagkvæmar lausnir fyrir breiðan hóp viðskiptavina.“