Hlaðvarpið Dr. Football, stærsti fjölmiðill Kópavogs, fagnaði á dögunum 5 ára afmæli sínu á Café Catalínu í Hamraborg.
Hjörvar Hafliðason stofnaði Dr. Football, stærsta fjölmiðil Kópavogs, haustið 2018.
Ljósmynd: Aðsend mynd
Deila
Knattspyrnuhlaðvarpið Dr. Football varð nýverið fimm ára og af því tilefni bauð Hjörvar Hafliðason, stofnandi, þáttarstjórnandi og eigandi hlaðvarpsins, til afmælisfagnaðar á Café Catalínu í Hamraborg síðastliðinn föstudag.
Húsfyllir var á Catalínu og var öllum leikmönnum boðið, „alveg sama hvort þeir séu góðir, slakir, áhugaverðir, magnaðir, vanmetnir, metnaðarfullir, sérstakir eða spes. Húsið er opið leikmönnum sama hvar þeir standa í leiknum,“ eins og sagði í afmælisboði hins óttalausa leiðtoga Dr. Football safnaðarins.
Spéfuglinn Sóli Hólm hélt uppi fjörinu á sinn einstaka hátt, ásamt því sem Hjörvar ávarpaði söfnuð sinn við mikinn fögnuð viðstaddra og kynnti um leið nýja ásýnd Dr. Football.
Þá steig landsþekkt tónlistarfólk á stokk en þar á meðal var Háski, Joe Fraizer, sem Doktorinn lýsir sem hinum eina sanna miðbæjarlistamanni Kópavogs og ClubDub.
Hér að neðan má nálgast myndaveislu frá fimm ára afmæli stærsta fjölmiðils Kópavogs.