Heimsendingaþjónustan Wolt hélt upp á ársafmæli sitt á Íslandi á miðvikudaginn í Iðnó en finnska fyrirtækið hóf starfsemi hér á landi þann 8. maí í fyrra. Viðskiptablaðið var á staðnum til að fylgjast með veisluhöldunum.

Sverrir Helgason, markaðsstjóri Wolt og Christian Kamhaug, samskiptastjóri Wolt í Noregi, Íslandi og Lúxemborg.
© Helgi Steinar (Viðskiptablaðið)

Samhliða ársafmæli sínu á Íslandi er fyrirtækið sjálft einnig að fagna 10 ára afmæli sínu en Wolt var stofnað árið 2014 í Helsinki.

Lukkudýr Wolt lét sig ekki vanta í veislunni.
© Helgi Steinar (Viðskiptablaðið)

Elisabeth Stenersen, framkvæmdastjóri Wolt í Noregi og á Íslandi, segir að fyrirtækið starfi nú í 27 löndum, þar á meðal í Japan. Wolt hafi verið í stöðugum vexti frá alveg frá byrjun og var sérstaklega mikið að gera hjá fyrirtækinu þegar heimsfaraldur skall á.

Sverrir Helgason, Jóhanna Guðrún og Ólafur Friðrik Ólafsson.
© Helgi Steinar (Viðskiptablaðið)

„Eitt af því sem þú þarft til að ná árangri er stærð. Við erum til dæmis með sendla úti á götum borgarinnar að senda mat heim í rauntíma, þannig til að skila hagkvæmni þurfum við marga sendla til að senda sem flestar pantanir.“

Þema kvöldsins var að sjálfsögðu blá.
© Helgi Steinar (Viðskiptablaðið)

Hún segir að tekjur Wolt komi mest megnis í formi gjalda og prósentu frá hverjum og einum veitingastað. Fyrirtækið taki þá einnig að sér að auglýsa á smáforriti sínu.

Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdarstjóri og einn af eigendum Hopp, rafhlaupahjólaleigunnar.
© Helgi Steinar (Viðskiptablaðið)

Heimsendingarfyrirtæki eins og Wolt hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Fyrirtæki eins og UberEats og Grubhub taka allt að 30% þóknun frá veitingastöðum en Elisabeth segir að Wolt sé í raun að hjálpa veitingastöðum á Íslandi.

Plötusnúður hélt stemningunni gangandi fram á bláa nótt.
© Helgi Steinar (Viðskiptablaðið)

„Veitingastaðirnir eru þegar með rekstur og eru þegar að borga leigu. Við erum einfaldlega að koma inn og bæta við sölu þannig við höfum öll sameiginlegan hvata til að selja eins mikið og hægt er.“

Reykjavík Cocktails sá um að sinna þyrstum veislugestum.
© Helgi Steinar (Viðskiptablaðið)

Viðskiptavinir hafa einnig valkost til að gefa sendlum þjórfé en Elisabeth ítrekar að sá valkostur sé 100% tekinn af fúsum og frjálsum vilja viðskiptavina.

Mikil gleði sást á öllum gestum kvöldsins.
© Helgi Steinar (Viðskiptablaðið)

„Við þurfum að gefa sendlum okkar góð laun, sama hvort þau fái þjórfé eða ekki og við erum með okkar tekjumarkmið sem eru líka óháð þjórfé. Við bjóðum fólki til dæmis að gefa þjórfé eftir það hefur fengið matinn, þannig ef þú færð frábæra þjónustu þá myndi ég hvetja fólk til að gefa í þjórfé. Það þarf ekki að vera í hvert sinn en mér finnst til dæmis gaman að gefa þjórfé. En það fer eftir hverjum og einum einstaklingi.“