Það var fullt út að dyrum og góð stemning á bjórkvöldi Þjóðmála sem haldið var í Drift EA á Akureyri á fimmtudag í síðustu viku.

Þar létu þeir Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, og Þórður Gunnarsson, hagfræðingur og ráðgjafi, gamminn geysa ásamt Gísla Frey Valdórssyni, ritstjóra Þjóðmála.

Viðburðurinn var haldinn í Messanum, sem er salur á efstu hæð Driftar, sem er til húsa í gamla Landsbankahúsinu við Ráðhústorg.

Á bjórkvöldinu var meðal annars fjallað um það ástand sem nú ríkir á Alþingi, forsætisráðherratíð Ingu Sæland sem varði í einn og hálfan sólarhring, nýjan formann Sjálfstæðisflokksins sem hefur nýlokið gönguátaki og hreinsun í Valhöll, stöðuna í dómsmálaráðuneytinu, meint atvinnuleysi Þorsteins Más Baldvinssonar sem daginn áður hafði látið af störfum sem forstjóri Samherja og margt fleira sem vakti kátínu meðal gesta.

Þeir Þjóðmálamenn leituðu ekki langt yfir skammt til að finna sér samstarfaðila fyrir bjórkvöldið, því gestir kvöldsins drukku þar bjór frá Kalda sem framleiddur er á Árskógssandi í Eyjafirði.

Lesendur geta nálgast hlaðvarpsþátt sem tekin var upp á bjórkvöldinu hér.

Þórður Gunnarsson, Gísli Freyr Valdórsson og Stefán Einar Stefánsson.
© Jóndís Hinriksdóttir (Jóndís Hinriksdóttir)
Þorsteinn Már Baldvinsson, sem lét á dögunum af störfum sem forstjóri Samherja, var meðal gesta.
Gísli Freyr og Óli Björn Kárason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa ritsýrt tímaritinu Þjóðmálum.
© Jóndís Hinriksdóttir (Jóndís Hinriksdóttir)
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, er hér fyrir miðju.
© Jóndís Hinriksdóttir (Jóndís Hinriksdóttir)
Bergdís Ósk Guðmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mætti.
© Jóndís Hinriksdóttir (Jóndís Hinriksdóttir)
Það var fullt út að dyrum.
© Jóndís Hinriksdóttir (Jóndís Hinriksdóttir)
© Jóndís Hinriksdóttir (Jóndís Hinriksdóttir)
© Jóndís Hinriksdóttir (Jóndís Hinriksdóttir)
© Jóndís Hinriksdóttir (Jóndís Hinriksdóttir)
© Jóndís Hinriksdóttir (Jóndís Hinriksdóttir)
© Jóndís Hinriksdóttir (Jóndís Hinriksdóttir)
© Jóndís Hinriksdóttir (Jóndís Hinriksdóttir)
© Jóndís Hinriksdóttir (Jóndís Hinriksdóttir)
© Jóndís Hinriksdóttir (Jóndís Hinriksdóttir)
© Jóndís Hinriksdóttir (Jóndís Hinriksdóttir)
© Jóndís Hinriksdóttir (Jóndís Hinriksdóttir)
© Jóndís Hinriksdóttir (Jóndís Hinriksdóttir)
© Jóndís Hinriksdóttir (Jóndís Hinriksdóttir)