Góðgerðafélagið 1881 stóð fyrir góðgerðarkvöldi þar sem Jólastjarna félagsins fyrir árið 2023 var kynnt.
Ljósmynd: Aðsend mynd
Deila
Góðgerðarfélagið 1881 stóð fyrir góðgerðarkvöldverði á veitingastaðnum Duck&Rose síðastliðinn föstudag.
Tilefnið var kynning á Jólastjörnunni 2023 sem er hluti af verkefni 1881, Jól fyrir alla, en fjölmargir mættu á viðburðinn og létu gott af sér leiða.
Sala á Jólastjörnu 1881 sem og gjafakortum fyrir jólamáltíðir og jólagjafir hófst samhliða viðburðinum en 1881 Góðgerðafélag nýtur aðstoðar Hjálpræðishersins og Hjálparstarfs kirkjunnar í desembermánuði sem munu sjá um að koma söfnunarfé í réttar hendur.
Jólastjarna 1881árið 2023 er hönnuð af Karen Blixen fyrir Rosendahl og aðstoðaði Idé House of Brands á Íslandi við merkingu á borða og umbúðum.
„Þörfin er meiri nú en oft áður og það er því mikilvægt að við sem getum, látum gott af okkur leiða og sýnum stuðning í verki. Með samtakamætti getum við þannig stuðlað að því að fleiri landsmenn eigi gleðileg jól“, segir Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, framkvæmdastjóri 1881 Góðgerðafélags.