Góðgerðafélagið 1881 stóð fyrir góðgerðarkvöldi þar sem Jólastjarna félagsins fyrir árið 2023 var kynnt.
Ljósmynd: Aðsend mynd
Deila
Góðgerðarfélagið 1881 stóð fyrir góðgerðarkvöldverði á veitingastaðnum Duck&Rose síðastliðinn föstudag.
Tilefnið var kynning á Jólastjörnunni 2023 sem er hluti af verkefni 1881, Jól fyrir alla, en fjölmargir mættu á viðburðinn og létu gott af sér leiða.
Sala á Jólastjörnu 1881 sem og gjafakortum fyrir jólamáltíðir og jólagjafir hófst samhliða viðburðinum en 1881 Góðgerðafélag nýtur aðstoðar Hjálpræðishersins og Hjálparstarfs kirkjunnar í desembermánuði sem munu sjá um að koma söfnunarfé í réttar hendur.
Jólastjarna 1881árið 2023 er hönnuð af Karen Blixen fyrir Rosendahl og aðstoðaði Idé House of Brands á Íslandi við merkingu á borða og umbúðum.
„Þörfin er meiri nú en oft áður og það er því mikilvægt að við sem getum, látum gott af okkur leiða og sýnum stuðning í verki. Með samtakamætti getum við þannig stuðlað að því að fleiri landsmenn eigi gleðileg jól“, segir Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, framkvæmdastjóri 1881 Góðgerðafélags.
Myndir af viðburðinum má sjá hér að neðan.
Hugrún Harðardóttir, Inga Birna Barkardóttir, Eva Björk Guðmundsdóttir og Rakel Hlín Bergsdóttir