Fjárfestadagur viðskiptahraðalsins Hringiðu hjá KLAK - Icelandic Startups var haldinn hátíðlegur á dögunum en forseti borgarstjórnar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hélt erindi fyrir hátt í 90 gesti.

© Eygló Gísladóttir (Eygló Gísladóttir)

Margir af helstu fjárfestum landsins ásamt öðru áhrifaríku fólki úr viðskiptaheiminum voru viðstaddir þar sem áhersla var lögð á mikilvægi nýsköpunar.

Sprotafyrirtækin Arctic Fibers, Circula, EKKÓ, Flöff - textílvinnsla, Í djúpum, Reklotek, RÓ, SeaGrowth, Visttorg vöktu athygli gesta fyrir kynningar sínar og skýra sýn á hvaða vandamál tengd umhverfismálum fyrirtækin ætla að leysa.

Jenný Ruth Hrafnsdóttir hjá Crowberry Capital og Andri Heiðari Kristinsson hjá Frumtak Ventures.
© Eygló Gísladóttir (Eygló Gísladóttir)
Sigrún Guðjónsdóttir, Alexander Schepsky, Birgitta Ásgrímsdóttir, Martin Uetz hjá SeaGrowth sem unnu Gulleggið 2024.
© Eygló Gísladóttir (Eygló Gísladóttir)

„Nýsköpun er hluti af sjálfsmynd Reykjavíkur. Sem borg og samfélag stöndum við frammi fyrir fjöldamörgum áskorunum sem krefjast nýrra lausna. Við viljum styðja við góðar hugmyndir sem verða að fyrirtækjum og lausnum morgundagsins. Það er engin spurning að Hringiðu-hraðallinn er frábær viðbót í vistkerfi nýsköpunar í borginni,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar.

Jenna Björk Guðmundsdóttir verkefnastjóri Hringiðu
© Eygló Gísladóttir (Eygló Gísladóttir)

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK - Icelandic Startups talaði um sérstöðu Hringiðu þegar hún opnaði fjárfestadaginn. „Hringiða snýst um nýsköpun sem hefur jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag og hið svokallaða hringrásarhagkerfi. Fyrirtækin sem tóku þátt í Hringiðu í ár eru öll með einum eða öðrum hætti að veita gamla línulega hagkerfinu viðspyrnu.“

Hringrásarklasinn á góðri stundu.
© Eygló Gísladóttir (Eygló Gísladóttir)

Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri fræðslu og kynninga hjá Sorpu var kynnir viðburðarins en hann hefur lengi verið ötull talsmaður sjálfbærni. Jenný Ruth Hrafnsdóttir hjá Crowberry Capital og Andri Heiðar Kristinsson hjá Frumtak Ventures tóku sér sæti í panel og spurðu frumkvöðlana spjörunum úr.

Hafrún Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri e1, Matthildur Marvinsdóttir og Alice Sowa hjá Arctic Fibers.
© Eygló Gísladóttir (Eygló Gísladóttir)