Icelandair Mid Atlantic ferðakaupstefnan fór fram í Laugardalshöll á dögunum. Þar hittast kaupendur og seljendur ferðaþjónustu beggja vegna Atlantshafsins, auk fjölda íslenskra ferðaþjónustuaðila og ná tengslum og viðskiptasamböndum. Töluverð eftirvænting var eftir sýningunni þar sem þrjú ár höfðu liðið frá því hún var haldin síðast.

Icelandair Mid Atlantic ferðakaupstefnan fór fram í Laugardalshöll á dögunum. Þar hittast kaupendur og seljendur ferðaþjónustu beggja vegna Atlantshafsins, auk fjölda íslenskra ferðaþjónustuaðila og ná tengslum og viðskiptasamböndum. Töluverð eftirvænting var eftir sýningunni þar sem þrjú ár höfðu liðið frá því hún var haldin síðast.

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Eliza Reid forsetafrú heimsóttu kaupstefnuna ásamt öðrum hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu. Alls voru tæplega 700 kaupendur og seljendur skráðir á kaupstefnuna en heildarfjöldi gesta var um 1.000 frá 23 löndum. Sölusvæði á kaupstefnunni voru um 200 og á þeim fóru fram yfir 5.400 fundir.

Mikill fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja kynnti starfsemi sína á kaupstefnunni fyrir um 1.000 gestum. Þá voru um 20 erlendir blaðamenn viðstaddir.

Steinþór Arnarson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Fjallsárlóns, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, áttu í hrókasamræðum á kaupstefnunni.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Mikill fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja kynnti starfsemi sína á kaupstefnunni fyrir um 1.000 gestum.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Forsetafrúin Eliza Reid heilsaði upp á ungan aðdáanda.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Yfir 5.400 sölufundir fóru fram á á Icelandair Mid Atlantic.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Einbetingin skein úr andlitum þeirra sem tóku þátt á einum af fjölmörgum sölufundunum ráðstefnunnar.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Myndasíðan birtist fyrst í Viðskiptablaðinu, sem kom út í morgun.