Það var glatt á hjalla þegar dk hugbúnaður hélt innflutningsteiti í nýjum höfuðstöðvum fyrirtækisins að Dalvegi 30 í Kópavogi á dögunum. Á annað hundrað gestir mættu til að fagna bæði nýjum höfuðstöðvum og nýju vörumerki dk.
„Það var gaman að fá svo marga af viðskiptavinum okkar í heimsókn og fagna áfanganum saman á fallegum sumardegi. Það er búið að vera mjög margt í gangi hjá okkur. Við héldum upp á 25 ára afmæli síðasta haust, fluttum höfuðstöðvar okkar um áramótin auk þess sem vörumerki dk hefur fengið nýja ásýnd. Þannig að það var sannarlega ástæða til að gleðjast saman," segir Hulda Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar.
„dk hefur vaxið og dafnað mjög vel á undanförnum árum og við erum afar stolt af því. Það eru spennandi tímar framundan hjá fyrirtækinu og við erum ánægð að vera komin í þetta nýja og fallega húsnæði hér á Dalvegi þar sem við munum halda áfram að þjóna viðskiptavinum okkar á bestan mögulegan hátt,“ segir Hulda enn fremur.
Fyrirtækið var stofnað árið 1998 og er hugbúnaðurinn að fullu þróaður á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður og hefur verið vinsælasti viðskiptahugbúnaðurinn hér á landi í rúmlega tvo áratugi.
Í dag býður dk upp á alhliða viðskiptahugbúnað sem inniheldur meðal annars bókhalds-, launa-, birgða- og afgreiðslukerfi ásamt því að reka eina stærstu hýsingarþjónustu landsins sem rúmlega þrjátíu þúsundfyrirtæki nýta sér.