Hátt í tvö hundruð öflugar konur í atvinnulífinu létu sjá sig þegar nýtt verkefni, Konur fjárfestum, var kynnt í höfuðstöðvum Arion banka.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra, Iða Brá Benediktsdóttir aðstoðarbankastjóri og Benedikt Gíslason bankastjóri.
Ljósmynd: Silla Páls
Deila
Arion banki hleypti af stokkunum nýju langtímaverkefni í vikunni sem miðar að því að fá konur til að fjárfesta og taka aukinn þátt á fjármálamarkaði. Bankinn bauð ýmsum öflugum konum að vera viðstaddar þegar verkefnið var kynnt í Borgartúni síðastliðinn fimmtudag.
Vel á annað hundrað konur létu sjá sig á viðburðinum, þar sem Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion banka, kynnti verkefnið í salnum Þingvöllum. Þá voru nokkrir karlmenn viðstaddir, þar á meðal Benedikt Gíslason bankastjóri.
Sem hluta af verkefninu tók Arion banki saman gögn um stöðu kvenna á fjármálamarkaði en ítarlega var fjallað um verkefnið og tildrög þess í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins, sem kom út í morgun.