Menntadagur atvinnulífsins fór fram í níunda sinn í Silfurbergi í Hörpu á mánudaginn 25. apríl. Yfirskrift dagsins var stafræn hæfni í íslensku menntakerfi og atvinnulífi.

Menntaverðlaun atvinnulífsins eru veitt á þessum árlega viðburði. Hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants á Húsavík var valinn menntasproti ársins. Samkaup, sem rekur yfir 60 verslanir undir merkjum á borð við Nettó og Iceland, var kjörið menntafyrirtæki ársins 2022 en tæplega 1.400 manns starfa hjá samstæðunni.

„Ljóst er að Samkaup leggur mikinn metnað í vera eftirsóknarverður vinnustaður með markvissri uppbyggingu starfsfólks þar sem lögð er áhersla á tækifæri þess til að eflast og þroskast bæði persónulega og í starfi,“ segir í rökstuðningi á valinu.

Um valið á Gentle Giants kemur fram að áhersla hvalaskoðunarfyrirtækisins á fjölþætt samstarf við nærsamfélag sitt á sviði menntunar, fræðslu og rannsókna hafi varkið mikla athygli. Þannig hafi fyrirtækið verið í samstarfi um rannsóknir á sviði sjávarlíffræði með Rannsóknarsetri HÍ á Húsavík og verið með doktorsnema í hlutastarfi því tengdu. Jafnframt kom Gentle Giants að stofnun nýrrar námsbrautar við Framhaldsskólann á Húsavík um leiðsögunám sem fékk góðar viðtökur og viðbrögð í nærsamfélaginu. Þá hefur fyrirtækið tekið þátt í að skapa sumarstörf fyrir grunnskólanemendur á svæðinu og skapa þannig áhuga þeirra á fjölbreyttum störfum í atvinnulífinu.

Að Menntadegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Menntadagur atvinnulífsins
Menntadagur atvinnulífsins
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa tekur við Menntaverðlaunum atvinnulífsins.

Menntadagur atvinnulífsins
Menntadagur atvinnulífsins
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála og vinnumarkaðsráðherra, tóku þátt í pallborðsumræðum.

Menntadagur atvinnulífsins
Menntadagur atvinnulífsins
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitir Gentle Giants viðurkenninguna menntasproti ársins.

Menntadagur atvinnulífsins
Menntadagur atvinnulífsins
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Saga Garðarsdóttir, leikkona og grínisti.

Menntadagur atvinnulífsins
Menntadagur atvinnulífsins
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Guðni Th. Jóhannesson og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, á góðri stundu.

Menntadagur atvinnulífsins
Menntadagur atvinnulífsins
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covery á Íslandi.

Menntadagur atvinnulífsins
Menntadagur atvinnulífsins
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Ágústa Björg Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvá, stýrði pallborðsumræðum með Einari Þór Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Intellecta, Ingu Björg Hjaltadóttur, framkvæmdastjóri Attentus, Geirlaugu Jóhannsdóttur, ráðgjafa Hagvangs.

Menntadagur atvinnulífsins
Menntadagur atvinnulífsins
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Kristrún Lind Birgisdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Ásgarðs í skýjunum.

Menntadagur atvinnulífsins
Menntadagur atvinnulífsins
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Menntadagur atvinnulífsins
Menntadagur atvinnulífsins
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)