Nína bar opnaði dyr sínar fyrir gestum í fyrsta sinn á dögunum en staðurinn er í eigu sömu aðila og rekið hafa næturklúbbinn Auto um nokkurra ára skeið. Staðurinn er til húsa að Hverfisgötu 20, í rýminu sem veitingastaðurinn Punk var áður í.

Mennirnir á bakvið Nínu eru Sigurður Stefán Bjarnason, Ólafur Alexander Ólafsson, Jón Davíð Davíðsson og Sindri Snær Jensson. Þeir hafa rekið næturklúbbinn Auto í miðbæ Reykjavíkur um nokurra ára skeið.

Ólafur Alexander, framkvæmdastjóri Nínu, segir að á staðnum mætist mismunandi heimar, en þar megi allt í senn finna risatjald þar sem íþróttakappleikjum verður varpað, diskókúlu sem af glitrar og frábært úrval könnukokteila og annarra drykkja á sanngjörnu verði.

„Það verður frábær happy hour á virkum dögum og boltatilboð yfir íþróttaleikjum sem sýndir verða á staðnum.“

Hann segir eigendur staðarins hafa rekið sig á skort á stöðum í barsenu Reykjavíkur þar sem hægt er að horfa á íþróttir í góðu andrúmslofti og fallegu umhverfi. „Við munum leggja mikla áherslu á að sýna alla stærstu íþróttaviðburði sem eru á dagskrá hverju sinni.“

„Þegar sportið er yfirstaðið og kvölda tekur þá lækkum við ljósin, hækkum í tónlistinni og gjörbreytum stemningunni. Eftir að hafa rekið næturklúbbinn Auto við Lækjargötu síðastliðin þrjú ár, þar sem áhersla er lögð á dansgólf, flöskuþjónustu og hefðbundna klúbbastemningu, höfum við fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir öðruvísi skemmtistað þar sem gestir geta sest niður og spjallað saman í góðra vina hópi, í lágstemmdara umhverfi en er á hefðbundnum skemmtistöðum. Mun Nína svara því kalli og verður staðurinn hugsaður sem bar/lounge þar sem drykkir eru afgreiddir á borðið og gestir geta átt skemmtilega kvöldstund með góðu fólki á besta stað á Hverfisgötunni.“

Ólafur segir fyrstu helgina hafa gengið vonum framar. „Fólk skemmti sér konunglega og þó við segjum sjálfir frá tókst mjög vel til að fanga þessa stemningu sem við erum að lýsa,“ segir hann og bætir við:

„Svo ætlum við að leggja áherslu á ýmist viðburðahald á virkum kvöldum, til að mynda kareoke kvöld, pub quiz, bingó og ýmislegt fleira. Fyrsti viðburðurinn okkar er ekki af verri endanum en góðvinur okkar og stjörnulögfræðingurinn Villi Vill ætlar að stýra risa jólabingói á Nínu næstkomandi fimmtudagskvöld, þann 12. desember. Við hlökkum til að sjá ykkur þar!“

Hér að neðan má sjá myndir úr opnunarteitinu.

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson og Brynja Jónbjarnardóttir skemmtu sér vel.
© Róbert Arnar (Róbert Arnar)
Gleðin var svo sannarlega við völd.
© Róbert Arnar (Róbert Arnar)
Mikael Harðarson og Arnór Hermannsson skáluðu í tilefni opnunar Nínu.
© Róbert Arnar (Róbert Arnar)
Sigurður Stefán Bjarnason og Ólafur Alexander Ólafsson, tveir af fjórum eigendum Nínu.
© Róbert Arnar (Róbert Arnar)
© Róbert Arnar (Róbert Arnar)
© Róbert Arnar (Róbert Arnar)
© Róbert Arnar (Róbert Arnar)
© Róbert Arnar (Róbert Arnar)
© Róbert Arnar (Róbert Arnar)
Nína bar er til húsa að Hverfisgötu 20.
© Róbert Arnar (Róbert Arnar)