Veitingastaðurinn Tides, sem staðsettur er á Edition hótelinu við Hörpu, hóf nýverið að bjóða gestum upp á matarupplifun þar sem kokkar veitingastaðarins leiða gesti í gegnum 12 rétta matseðil. Upplifunin, sem nefnist Tides Counter, er gerð í samvinnu við Michelin-kokkinn Gunnar Karl Gíslason, eigandi Michelinveitingastaðarins Dill.
Hugmyndin á bakvið Tides Counter að bjóða gestum upp á matarupplifun þar sem áherslan er lögð á fersk íslensk hráefni. Matseðillin tekur stöðugum breytingum á milli vikna.
Kokkarnir fara yfir uppruna hráefnisins og jafnvel sögu réttarins. Um leið gefst gestum kostur á að spyrja kokkana um allt sem viðkemur réttunum. Nándin við gestina er því mikil.
Það er pláss fyrir einungis átta gesti í einu og hægt er að panta borð á fimmtudögum og föstudögum. Til að tryggja sér sæti við borðið reiða gestir fram 27.900 krónur. Réttirnir tólf eru paraðir með áfengum eða óafengum drykkjum.






