Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, fagnar 25 ára afmæli sínu á starfsárinu og FKA Vesturland fagnar fimm ára afmæli. Aðalfundur hjá Vesturlandsdeildinni sem haldinn var í Arinstofunni á Landnámssetrinu í Borgarnesi og í beinu streymi á netinu.

FKA Vesturlands er deild innan FKA sem hefur það hlutverk að vera vettvangur fyrir konur í atvinnulífinu á Vesturlandi til að efla tengslanet sitt og styrkja hverjar aðra.

Á fundinum voru þær Aldís Arna Tryggvadóttir, Alexandra Ýr Sigurðardóttir, Íris Gunnarsdóttir og Rúna Björg Sigurðardóttir kjörnar í stjórn deildarinnar en Rúna Björg var varaformaður deildarinnar á síðasta starfsári.

Helga Margrét Friðriksdóttir, félagskona FKA, og framkvæmdastjóri Landnámssetri Íslands tók á móti hópnum en Landnámssetur Íslands er í eigu félagskvennanna Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur og Kjartans Ragnarssonar. Sigríður Margrét hefur fjallað um að kynningarstarf eigi aldrei að fara fram í kyrrþey.

Félagskonur FKA á Vesturlandi minntust einnig Tinnu Óskar Grímarsdóttur, Skagamanns ársins 2022 og fyrrum stjórnarkonu deildarinnar, sem lést á síðasta ári.
