Origo hélt morgunverðarfund í síðustu viku sem bar heitið „Ofurkraftar gervigreindar“. Á fundinum var lögð áhersla á það hvernig örugg gögn geta leyst krafta gervigreindar úr læðingi.

Origo hélt morgunverðarfund í síðustu viku sem bar heitið „Ofurkraftar gervigreindar“. Á fundinum var lögð áhersla á það hvernig örugg gögn geta leyst krafta gervigreindar úr læðingi.

Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson, Henrik Toft, Martin Hansen, Brynjólfur Borgar Jónsson, Linda Dögg Guðmundsdóttir og og Bjarney Sonja Breidert.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fjölbreyttur hópur innlendra og erlendra sérfræðinga hélt erindi á þessum uppselda viðburði um áskoranir og tækifæri sem felast í heimi gervigreindar í umhverfi fyrirtækja.

Uppselt var á viðburðinn.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Niðurstöður alþjóðlegra kannana sýna að stjórnendur treysta á að gervigreind muni gegna lykilhlutverki næstu þrjú árin.

Linda Dögg Guðmundsdóttir, Öryggis- og lausnaarkitekt hjá Þjónustulausnum Origo.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Fyrirlesararnir lögðu allir ríka áherslu á að margt þyrfti að varast þegar kemur að notkun gervigreindarlausna. Má þar nefna áhættuna sem stafar af því að nota gervigreindarlausnir sem eru opnar og í því sambandi var Samsung-sagan nefnd, en starfsmaður fyrirtækisins setti viðkvæmar upplýsingar í hugsunarleysi inn í slíka lausn. Í kjölfarið bannaði Samsung notkun allra opinna gervigreindarlausna hjá starfsmönnum sínum,“ segir í tilkynningu.

Brynjólfur Borgar Jónsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Datalab.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Á fundinum var einnig sagt að fyrirtæki telji oft að starfsmenn þeirra séu ekki að nýta gervigreind í störfum sínum þar sem stefnumótandi ákvörðun hefur ekki verið tekin um ákveðin gervigreindarverkefni né hvaða lausnir skal nota. Kannanir sýna hins vegar að allt að 50% starfsmanna nýti slíkar lausnir í daglegum störfum.

Henrik Toft, Chief Architect, IBM Technology Unit.
© Aðsend mynd (AÐSEND)