OK hefur opnað nýja skrifstofu á Selfossi fyrir starfsemi félagsins á Suðurlandi. Af því tilefni var fjölmörgum viðskiptavinum fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana á svæðinu boðið í heimsókn í síðustu viku þar sem boðið var upp á léttar veitingar.

OK hefur opnað nýja skrifstofu á Selfossi fyrir starfsemi félagsins á Suðurlandi. Af því tilefni var fjölmörgum viðskiptavinum fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana á svæðinu boðið í heimsókn í síðustu viku þar sem boðið var upp á léttar veitingar.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Viðskiptavinir gátu jafnframt nýtt tækifærið og skoðað tæknilausnir og rætt við sérfræðinga frá fyrirtækinu.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Markmið OK með starfsemi félagsins á Selfossi er að þjónusta nærumhverfið á Suðurlandi með reyndum sérfræðingum í upplýsingatækni og lausnum frá mörgum af stærstu tæknifyrirtækjum heims,“ segir Ísold Einarsdóttir, markaðsstjóri OK.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Hjá OK vinna um 180 sérfræðingar í upplýsingatækni á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu, þar af um 20 sérfræðingar sem sinna verkefnum sínum á Suðurlandi.