Opnunarviðburður FKA fór fram hjá Carbfix í gærkvöldi en þar kynnti Félag kvenna í atvinnulífinu meðal annars þátttöku Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Dr. Eddu Sifjar Pind Aradóttur, framkvæmdastýru Carbix.
Opnunarviðburður FKA fór fram hjá Carbfix í gærkvöldi en þar kynnti Félag kvenna í atvinnulífinu meðal annars þátttöku Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Dr. Eddu Sifjar Pind Aradóttur, framkvæmdastýru Carbix.
Í tilkynningu segir að konurnar hafi fyllt rútur til að sameinast og njóta stundarinnar með bæði Höllu og Eddu Sif.
Félagskonur fengu þá einnig tækifæri til að kíkja í eitt af holutopphúsum Carbfix, þar sem CO2 er breytt í stein og hefur meðal annars prýtt forsíðu National Geopgraphic.
Dr. Edda Sif hefur hlotið fjölda innlendra og alþjóðlegra viðurkenninga fyrir leiðandi starf sitt á sviði loftslagsmála og sem brautryðjandi fyrir konur í vísindum. Bæði hún og Halla Tómasdóttir voru þá saman á topplista Reuters á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
„Við vildum ræða mál málanna og það er því engin tilviljun að við vildum fá Höllu og Eddu til okkar þegar bakslag er í heiminum þegar kemur að mannréttindum, það eru stríð sem bitna verst á konum og stúlkum, alvarlegar blikur á lofti í efnahagsmálum og svo plánetan og jörðin sem börnin okkar erfa. Það er þörf að ræða lausnir og það strax,“ segir Unnur Elva Arnardóttir, formaður FKA.