Ráðstefna FKA Framtíðar „Hver verður næst?“ fór fram í húsakynnum VÍS á dögunum. Fyrirlesarar voru þær Herdís Fjeldsted hjá Sýn, Guðný Helga Herbertsdóttir hjá VÍS og Ásta Fjeldsted hjá Festi og þemað var „Hver er næst?“ þar sem vísað er til forstjórastólar Kauphallarinnar.
Líflegar umræður mynduðust og var einnig boðið upp á umræður með Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, fyrrum forstjóra VÍS, Ragnhildi Geirsdóttur, fyrrum forstjóra RB og Birnu Einarsdóttur, fyrrum bankastjóra Íslandsbanka.
„Þessar öflugu konur deildu með okkur reynslu sinni og þeim áskorunum sem þær hafa mætt á vegferð sinni í forstjórastólinn. Markmiðið var að reyna að svara spurningunni: „Hver verður næst í forstjórastólinn í Kauphöllinni á Íslandi og hvað getum við gert til að breyta þessu?”
Í tilkynningu frá FKA segir að frábær mæting hafi verið á viðburðinn og var mikil ánægja meðal gesta sem fóru allar út með kassann fullan af eldmóði.