Sensa-dagurinn var haldinn hátíðlegur í síðustu viku þar sem þema dagsins var gögn. Dagskráin var fjölbreytt og áhugaverð sem höfðaði bæði til stjórnenda og tæknifólks þar sem í boði var að sækja sitthvora fyrirlestralínuna.

Uppselt var á viðburðinn.

Fyrirlesarar fóru í gegnum hvernig gögn eru meðhöndluð, varin og nýtt í samvinnu til að bæta skilvirkni í fyrirtækjum og stofnunum en einnig hvar ábyrgð stjórnenda liggur þegar kemur að gögnum.

Viðburðurinn var vel sóttur en samkvæmt tilkynningu var uppselt á hann.

Matt Watts, NetApp Chief Technology Evangelist.
Starfsmenn Sensa.
Hörður Jóhannsson með erindi um Wi-Fi.
Guðmundur Stefán Björnsson, leiðtogi öryggis og ferla hjá Sensa.
Nýjasta vara Sensa, skýjaVIST 365
Torben Nielsen hjá Conscious Consulting talaði um samvinnu.
Margt var um manninn.