Sjávarútvegsdagurinn var haldinn í tíunda sinn í Silfurbergi í Hörpu í morgun. Forstjórar útgerðanna og ýmsir aðrir aðilar í sjávarútvegi voru meðal viðstaddra.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, lét sjá sig ásamt fjölmörgum öðrum.
Ljósmynd: Aðsend/Anton Brink
Deila
Sjávarútvegsdagurinn var haldinn í tíunda sinn í dag í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins. Yfirskrift dagsins í ár var Nýsköpun í sjávarútvegi.
Sjávarútvegsdagurinn var haldinn í tíunda sinn í dag í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins. Yfirskrift dagsins í ár var Nýsköpun í sjávarútvegi.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, var fundarstjóri og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði gesti.
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, var þá með erindi um nýsköpun, lífskjör og samkeppnishæfni og Jónas Gestur Jónasson hjá Deloitte gerði grein fyrir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og fiskeldis árið 2022.
Hægt er að horfa á fundinn í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Hér fyrir neðan má finna myndir sem Anton Brink ljósmyndari tók af fundargestum.