Arion banki og BBA//Fjeldco lögmannsstofan í London buðu bönkum og alþjóðlegum fjármálafyrirtækjum sem starfa þar í borg til ráðstefnu í síðustu viku um tækifæri á Norðurslóðum. Fundurinn var haldinn í Lansdowne Club í Mayfair í London á miðvikudaginn í síðustu viku, 16. nóvember.

Á fundinum var vakin athygli á stöðu Íslands með öfluga samfélagslega innviði og traust fyrirtæki sem unnið geta með alþjóðlegum fjármálafyrirtækjum að sjálfbærri þróun á svæðinu. Áherslan var einkum lögð á tækifæri á sviði matvælaframleiðslu, orkuframleiðslu, vinnslu sjaldgæfra málma, lyfjaframleiðslu, ferðaþjónustu og samgangna.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, setti ráðstefnuna en auk forsvarsmanna Arion banka og BBA//Fjeldco fluttu erindi stjórnendur fyrirtækjanna Amaroq Minerals, Eimskip, Icelandair, Brim, Alvotech, Geo Salmo og Pt. Capital / Seven Glaciers.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra setti ráðstefnuna.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion fjallaði um tækifærin á Norðurslóðum í ljósi aðstæðna í alþjóðamálum.
Gunnar Þór Þórarinsson, lögmaður og meðeigandi hjá BBA//Fjeldco ræddi um lagalega umgjörð um athafnir og þróun á Norðurslóðum.
Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri Amaroq Minerals, fjallaði um fágæta málma sem finnast á Grænlandi og mikilvægi þeirra, sér í lagi í tenglum við orkuskiptin.
Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, greindi frá flutningaleiðum félagsins á Norður Atlandshafi og mikilvægi nýrrar leiðar til og frá Grænlandi.
Bogi Bogason, forstjóri Icelandair, dró fram stöðu flugélagsins í framboði á flugi á milli Evrópu og Norður Ameríku.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og aðaleigandi Brims, greindi frá umfangi sjávarútvegs á Norður Atlandshafi, hlut Íslendinga og samstarfsmöguleikum við Grænlendinga á sviði sölu og markaðsmála.
Róbert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, greindi frá tækifærum í þróun líftæknilyfja og vaxtartækifærum fyrirtækisins með framleiðslu á hágæða líftæknilyfjum á hagstæðu verði.
Jens Þórðarson, forstjóri Geo Salmo, lýsti áformum um uppbyggingu á umfangsmiklu landeldi á Suðvesturlandi.
Rupert Robinson, framkvæmdastjóri Seven Glaciers og framkvæmdastjóri Pt. Capital, fór yfir áform félagsins um uppbyggingu á sviði ferðaþjónustu á Norðurslóðum og hvernig þau nálgast fjárfestingar á Norðurslóðum.
Aldís Kristín Firman Árnadóttir var fundarstjóri.