Myndir: Þórdís og forstjórarnir kynntu Ísland í London
Sex forstjórar íslenskra Kauphallarfélaga, utanríkisráðherra og aðrir þekktir einstaklingar úr íslensku viðskiptalífi voru saman komin á fundi Arion og BBA//Fjeldco í London í síðustu viku.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Róbert Wessman og Bogi Nils Bogason fluttu erindi.
Deila
Arion banki og BBA//Fjeldco lögmannsstofan í London buðu bönkum og alþjóðlegum fjármálafyrirtækjum sem starfa þar í borg til ráðstefnu í síðustu viku um tækifæri á Norðurslóðum. Fundurinn var haldinn í Lansdowne Club í Mayfair í London á miðvikudaginn í síðustu viku, 16. nóvember.
Á fundinum var vakin athygli á stöðu Íslands með öfluga samfélagslega innviði og traust fyrirtæki sem unnið geta með alþjóðlegum fjármálafyrirtækjum að sjálfbærri þróun á svæðinu. Áherslan var einkum lögð á tækifæri á sviði matvælaframleiðslu, orkuframleiðslu, vinnslu sjaldgæfra málma, lyfjaframleiðslu, ferðaþjónustu og samgangna.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, setti ráðstefnuna en auk forsvarsmanna Arion banka og BBA//Fjeldco fluttu erindi stjórnendur fyrirtækjanna Amaroq Minerals, Eimskip, Icelandair, Brim, Alvotech, Geo Salmo og Pt. Capital / Seven Glaciers.